Fara í efni

Ljósmyndasamkeppni 2016

Málsnúmer 1510062

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 22.10.2015

Samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni um náttúru og mannlíf í Skagafirði. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna að frekari útfærslu á reglum og tilhögun keppninnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember með átta atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 12.02.2016

Samþykkt að halda ljósmynda- myndbandasamkeppni Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem myndefnið er Skagafjörður ? náttúra og mannlíf, og óskað eftir myndefni frá öllum árstíðum. Nýtt sem eldra efni verður heimilt til innsendingar. Keppnin verður auglýst fljótlega og mun standa yfir fram til loka júlí 2016. Úrslit keppninnar verða kynnt á SveitaSælu 2016. Starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 22.09.2016

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd stóð fyrir ljósmynda- og myndbandasamkeppni fyrr á árinu. Fjölmargar myndir bárust og þakkar nefndin öllum þeim sem sendu inn efni. Nefndin samþykkir að tilnefna fulltrúa í sérstaka dómnefnd sem leggi niðurstöður sínar fyrir næsta fund nefndarinnar.