Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skilagreinar stýrihópa vegna úttektar á búsetuskilyrðum
Málsnúmer 1510161Vakta málsnúmer
Kynntar voru niðurstöður og drög að skilagreinum stýrihópa vegna úttektar á búsetuskilyrðum. Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og þakkar fyrir góða vinnu hópanna. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að kortleggja og greina skörun á milli tillagna hópanna og leggja fram fyrir næsta fund hennar.
2.European Destinations of Excellence - Matarkistan
Málsnúmer 1407091Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita hvatningarstyrk að upphæð kr. 250.000,- til undirbúnings á matartengdum ferðapakka um Skagafjörð, að höfðu samráði við stjórn Matarkistu Skagafjarðar, áfram til ferðaskrifstofunnar North West Adventures sem er með slíka pakka í þróun.
3.Hönnunarsamkeppni um þjónustuhús í Glaumbæ - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Málsnúmer 1510162Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar umsóknir að uppbyggingarverkefnum í Glaumbæ í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Nefndin samþykkir að senda umsóknir í sjóðinn.
4.Ljósmyndasamkeppni 2016
Málsnúmer 1510062Vakta málsnúmer
Samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni um náttúru og mannlíf í Skagafirði. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna að frekari útfærslu á reglum og tilhögun keppninnar.
5.Kynning á helstu verkefnum Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 1510160Vakta málsnúmer
Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands komu til fundar og kynntu helstu verkefni og áherslur stofunnar á komandi misserum, m.a. þróun á skipulagi og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, Flugklasa og beinu millilandaflugi til Akureyrar, vegasamgöngum, viðburði o.fl.
Fundi slitið - kl. 10:40.