Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Málsnúmer 1511139
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 718. fundur - 19.11.2015
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 16. nóvember 2015. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 718. fundar byggðaráðs staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 725. fundur - 14.01.2016
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar alfarið þeirri aðferðarfræði sem sett er fram í framlögðu frumvarpi um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts. Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Byggðarráð leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra.
Byggðarráð leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016
Stefán Vagn Stefánsson lagði til að Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar gerði bókun byggðarráðs að sinni. Það var samþykkt samhljóða með níu akkvæðum. Bókunin hljóðar svo.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar alfarið þeirri aðferðarfræði sem sett er fram í framlögðu frumvarpi um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts. Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra."
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Viggó Jónsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Afgreiðsla 725. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar alfarið þeirri aðferðarfræði sem sett er fram í framlögðu frumvarpi um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts. Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra."
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Viggó Jónsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Afgreiðsla 725. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 730. fundur - 04.02.2016
Lagt fram til kynningar. Umræður um framlagt frumvarp um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016
Afgreiðsla 730. fundar byggðaráðs staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.