Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka inn á dagskrá eftirtalin mál með afbrigðum. Mál 1601192 og 1512191.
1.Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun
Málsnúmer 1601136Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016 varðandi vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við eftirfarandi nálgun: "Að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis og Þjóðskrár skal við það miða að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landssvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreint innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld." Óskað er að sambandinu berist svör fyrir 1. mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
2.Sundlaug Sauðárkróks
Málsnúmer 1601183Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir Sundlaug Sauðárkróks. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum á Sundlaug Sauðárkróks ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formaður eignasjóðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi.
Með nefndinni skulu vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, byggingafulltrúi, sviðstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
Í vinnu sinni skal nefndin m.a. hafa að leiðarljósi að bæta aðgengismál að lauginni, laga búningsklefa, laga andyri og bæta aðstöðu barna og barnafólks m.a. með rennibrautum og vaðlaugum.
Áætlað er að framkvæmdir við laugina hefjist sumarið 2016.
Með nefndinni skulu vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, byggingafulltrúi, sviðstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
Í vinnu sinni skal nefndin m.a. hafa að leiðarljósi að bæta aðgengismál að lauginni, laga búningsklefa, laga andyri og bæta aðstöðu barna og barnafólks m.a. með rennibrautum og vaðlaugum.
Áætlað er að framkvæmdir við laugina hefjist sumarið 2016.
3.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Málsnúmer 1511139Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar alfarið þeirri aðferðarfræði sem sett er fram í framlögðu frumvarpi um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts. Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Byggðarráð leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra.
Byggðarráð leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra.
4.Reykjavíkurflugvöllur
Málsnúmer 1601185Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka mikilvægi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar (Flugbraut 06/24) fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Tvö nýleg dæmi af Norðurlandi vestra, þar sem koma þurfti alvarlega slösuðum einstaklingum undir læknishendur í Reykjavík, sanna svo ekki verður um villst mikilvægi brautarinnar. Í báðum tilvikunum þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á umræddri braut þar sem aðrar brautir voru ekki í boði.
Ákvörðun um lokun brautarinnar er ekki einkamál höfuðborgarinnar heldur málefni er varðar alla landsmenn, ekki síst íbúa landsbyggðarinnar. Í ljósi samþjöppunar í heilbrigðisþjónustu og aukinnar umferðar með fjölgun ferðamanna er ljóst að mikilvægi brautarinnar mun aðeins aukast á komandi árum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg, sem höfuðborg alls landsins að standa vörð um þá mikilvægu öryggishagsmuni sem felast í því að halda flugbraut 06/24 opinni og leggi til hliðar öll áform um lokun brautarinnar.
Ákvörðun um lokun brautarinnar er ekki einkamál höfuðborgarinnar heldur málefni er varðar alla landsmenn, ekki síst íbúa landsbyggðarinnar. Í ljósi samþjöppunar í heilbrigðisþjónustu og aukinnar umferðar með fjölgun ferðamanna er ljóst að mikilvægi brautarinnar mun aðeins aukast á komandi árum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg, sem höfuðborg alls landsins að standa vörð um þá mikilvægu öryggishagsmuni sem felast í því að halda flugbraut 06/24 opinni og leggi til hliðar öll áform um lokun brautarinnar.
5.Þjónusta við fatlað fólk
Málsnúmer 1601186Vakta málsnúmer
Farið yfir samstarf varðandi þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016 á Norðurlandi vestra.
6.Vinabæjarmót í Skagafirði 2016
Málsnúmer 1510153Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að boðsbréfi og dagskrá.
7.Kauptilboð - Kvistahlíð 13
Málsnúmer 1601192Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Kristjáni Heiðmari Kristjánssyni, kt. 010791-3089 í fasteignina Kvistahlíð 13, 213-1948.
Byggðarráð samþykkir að gera Kristjáni gagntilboð.
Byggðarráð samþykkir að gera Kristjáni gagntilboð.
8.Víðigrund 24, 3.h.h. - 213-2410 - kauptilboð
Málsnúmer 1512191Vakta málsnúmer
Lagt fram gagntilboð frá Herdísi Jónsdóttur, kt. 231060-2789. í fasteignina Víðigrund 24, 3.h.h.
Byggðarráð samþykkir að gera Herdísi loka gagntilboð.
Byggðarráð samþykkir að gera Herdísi loka gagntilboð.
Fundi slitið - kl. 11:12.