Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rætur bs. - aðalfundur 2015
Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer
2.Skólahúsnæði við Freyjugötu á Sauðárkróki
Málsnúmer 1601403Vakta málsnúmer
Á fundi Byggðarráðs þann 28.janúar s.l var samþykkt að skólahúsnæðið við Freyjugötu á Sauðárkróki yrði auglýst til sölu, þ.e. gamli barnaskólinn (213-1566). Fyrir fundinum liggja drög að auglýsingu. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að auglýsa húsið til sölu.
3.Lántaka vegna skuldbreytinga
Málsnúmer 1601093Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt langtímalán allt að fjárhæð 420 milljónir króna til 25 ára hjá Lífeyrissjóðnum Stapa í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Láninu verður varið til skuldbreytinga. Lánveitingin er samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2016.
4.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Málsnúmer 1511139Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Umræður um framlagt frumvarp um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts.
5.Aðalfundarboð og málþing LLÍ
Málsnúmer 1601421Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landsamtaka landeigenda á Íslandi sem verður haldinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 18.febrúar n.k. kl. 14.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin sem fulltrúa og varafulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Róta bs.
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson
Hrund Pétursdóttir
Ásta Pálmadóttir
Til vara:
Ísak Óli Traustason
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Gísli Sigurðsson
Einar E. Einarsson
Haraldur Þór Jóhannsson
Inga Huld Þórðardóttir
Hanna Þrúður Þórðardóttir
Gunnar M. Sandholt
Björg Baldursdóttir
Guðný Axelsdóttir.