Fara í efni

Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 1601185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 725. fundur - 14.01.2016

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka mikilvægi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar (Flugbraut 06/24) fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Tvö nýleg dæmi af Norðurlandi vestra, þar sem koma þurfti alvarlega slösuðum einstaklingum undir læknishendur í Reykjavík, sanna svo ekki verður um villst mikilvægi brautarinnar. Í báðum tilvikunum þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á umræddri braut þar sem aðrar brautir voru ekki í boði.
Ákvörðun um lokun brautarinnar er ekki einkamál höfuðborgarinnar heldur málefni er varðar alla landsmenn, ekki síst íbúa landsbyggðarinnar. Í ljósi samþjöppunar í heilbrigðisþjónustu og aukinnar umferðar með fjölgun ferðamanna er ljóst að mikilvægi brautarinnar mun aðeins aukast á komandi árum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg, sem höfuðborg alls landsins að standa vörð um þá mikilvægu öryggishagsmuni sem felast í því að halda flugbraut 06/24 opinni og leggi til hliðar öll áform um lokun brautarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 725. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 741. fundur - 19.05.2016

Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dagsett 6. maí 2016 sem inniheldur útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. apríl 2016 varðandi Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar dagsett 18. apríl 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.