Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
Málsnúmer 1605143Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri vék af fundi kl. 09:00.
2.Kauptilboð Kvistahlíð 17
Málsnúmer 1605115Vakta málsnúmer
Lagt fram endurnýjað kauptilboð frá Óskari Harðarsyni, kt. 300988-3349 í fasteignina Kvistahlíð 17, fastanúmer 213-1950.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
3.Kárastígur 9 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1605138Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. maí 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, Vatni, 566 Hofsósi, um leyfi til að reka gististaðí í flokki II, íbúð, að Kárastíg 9, 565 Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.Uppmæling á landamerkjum Þverárdals (lnr. 145397) í Húnavatnshreppi
Málsnúmer 1605109Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Ríkiseignum, dagsett 4. maí 2016 varðandi uppmælingu á landamerkjum Þverárdals, landnúmer 145397, í Húnavatnshreppi. Óskað er eftir viðbrögðum nágranna um landamerki. Athugasemdir, ábendingar eða samþykki þarf að koma fram fyrir 15. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
5.Umsókn um langtímalán
Málsnúmer 1604139Vakta málsnúmer
Lagður fram lánasamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Lántakan er innan heimildar fjárhagsáætlunar ársins 2016.
Byggðarráð samþykkir að leggja samninginn fyrir næsta fund sveitarstjórnar til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir að leggja samninginn fyrir næsta fund sveitarstjórnar til samþykktar.
6.Ályktun vegna skattheimtu á fráveituframkvæmdir
Málsnúmer 1605144Vakta málsnúmer
Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi Vg leggur fram svohljóðandi tillögu að ályktun vegna gjaldheimtu ríkisins af fráveituframkvæmdum í formi virðisaukaskatts:
"Í ljósi umræðu að undanförnu um fráveitumál sveitarfélaga og nauðsyn þess að vernda lífríki og ráðast í úrbætur þar sem þess er þörf, vill byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008. Slík aðgerð myndi greiða verulega fyrir nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar. Byggðarráð tekur undir með þeim sveitarfélögum sem bent hafa á að ekki sé eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Ekki er ásættanlegt að ríkið geri sér umbætur sveitarfélaga í umhverfismálum að féþúfu og komi jafnvel í veg fyrir þær með slíkri gjaldheimtu."
Byggðarráð samþykkir ályktunina.
"Í ljósi umræðu að undanförnu um fráveitumál sveitarfélaga og nauðsyn þess að vernda lífríki og ráðast í úrbætur þar sem þess er þörf, vill byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008. Slík aðgerð myndi greiða verulega fyrir nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar. Byggðarráð tekur undir með þeim sveitarfélögum sem bent hafa á að ekki sé eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Ekki er ásættanlegt að ríkið geri sér umbætur sveitarfélaga í umhverfismálum að féþúfu og komi jafnvel í veg fyrir þær með slíkri gjaldheimtu."
Byggðarráð samþykkir ályktunina.
7.Neðri-Ás 2, land 5 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1605128Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 22. apríl 2016, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi, Neðri-Ás2, landnúmer 223412. Seljandi er Svanbjörn Jón Garðarsson, kt. 140350-2659. Kaupandi er: AIBIPI útibú á Íslandi, kt. 641115-0290.
8.Reykjavíkurflugvöllur
Málsnúmer 1601185Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dagsett 6. maí 2016 sem inniheldur útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. apríl 2016 varðandi Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar dagsett 18. apríl 2016.
9.Umsagnarbeiðni - umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsókna málma
Málsnúmer 1605134Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Orkustofnun, dagsett 17. maí 2016 varðandi beiðni um umsögn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.
Fundi slitið - kl. 09:54.