Staðsetning hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði
Málsnúmer 1604067
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 736. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 740. fundur - 12.05.2016
Erindið áður á 736. fundi byggðarráðs, þann 14. apríl 2016. Erindið varðar skyndihjálp og skyndihjálparliða og var sent til umsagnar slökkviliðsstjóra. Umsögn hans liggur fyrir fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa RKÍ í Skagafirði á næsta fund til viðræðu um málið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa RKÍ í Skagafirði á næsta fund til viðræðu um málið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016
Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 776. fundur - 02.03.2017
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. febrúar 2017 frá Rauða krossinum í Skagafirði varðandi staðsetningu hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði. Erindið áður á dagskrá 740. fundar byggðarráðs, 12. maí 2016. Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Karl Lúðvíksson frá Rauða krossinum í Skagafirði og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri til viðræðu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Neyðarlínuna.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Neyðarlínuna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar slökkviliðsstjóra.