Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

736. fundur 14. apríl 2016 kl. 09:00 - 10:48 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Barnaskóli Freyjugötu - kauptilboð

Málsnúmer 1604036Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 735. fundar byggðarráðs þann 7. apríl 2016. Á fundinn komu undir þessum dagskrárlið fulltrúar Friðriks Jónssonar ehf., Ólafur Friðriksson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir og Friðrik Ólafsson til viðræðu og kynningar á tilboði fyrirtækisins í barnaskólann við Freyjugötu.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Friðriks Jónssonar ehf. með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í auglýsingu og tilboði og felur sveitarstjóra að vinna að gerð samnings við fyrirtækið.

2.Staðsetning hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði

Málsnúmer 1604067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands dagsett 4. apríl 2016 varðandi skyndihjálp og skyndihjálparliða.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar slökkviliðsstjóra.

3.Kauptilboð - Víðigrund 22

Málsnúmer 1604104Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Eygló Amelíu Valdimarsdóttur, kt. 201185-3869 í fasteignina Víðigrund 22 3.h.v., fastanúmer 213-2403.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera bjóðanda gagntilboð í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

4.Akstur vegna heimsendingar matar 2016 - Samningur 2016

Málsnúmer 1601250Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samningur við Júlíus R. Þórðarson, kt. 020553-3919 og Rósu Adolfsdóttur, kt. 040457-3729 vegna aksturs fyrir heimaþjónustuna með heimsendan mat á árinu 2016. Félags- og tómstundanefnd samþykkti samninginn á 231. fundi sínum þann 18. mars 2016 og vísaði honum til staðfestingar í byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

5.Akstur vegna Dagdvalar 2016 - samningur

Málsnúmer 1601247Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samningur við Júlíus R. Þórðarson, kt. 020553-3919 og Rósu Adolfsdóttur, kt. 040457-3729 vegna aksturs fyrir dagdvöl á árinu 2016. Félags- og tómstundanefnd samþykkti samninginn á 231. fundi sínum þann 18. mars 2016 og vísaði honum til staðfestingar í byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

6.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar

Málsnúmer 1603182Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 31. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 22. mars 2016 varðandi umsókn um styrk í verkefnið Ísland ljóstengt 2016.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 10:48.