Fara í efni

Beiðni um fund frá Sólon myndlistarfélagi

Málsnúmer 1604231

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 739. fundur - 04.05.2016

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 26. apríl 2016, frá félagsmönnum í Sólon myndlistarfélagi, þar sem óskað er eftir að fá að senda fulltrúa á fund byggðarráðs til að ræða húsnæðismál félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa Sólon myndlistarfélags til fundar með ráðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 739. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 740. fundur - 12.05.2016

Erindið áður tekið fyrir á 739. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2016. Sólon myndlistarfélag óskar eftir að ræða húsnæðismál félagsins. Á fundinn komu Erla Einarsdóttir, Þorgerður Á. Jóhannsdóttir og Kristín Björg Ragnarsdóttir fulltrúar félagsins til viðræðu og véku síðan af fundi.
Byggðarráð áréttar að leigusamningur um Gúttó milli Sólon myndlistarfélags og sveitarfélagsins er enn í gildi og ekki áform um breytingar á honum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 740. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.