Uppmæling á landamerkjum Þverárdals (lnr. 145397) í Húnavatnshreppi
Málsnúmer 1605109
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016
Afgreiðsla 741. fundar byggðarráðs staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 287. fundur - 27.05.2016
Lagt fram bréf frá Ríkiseignum, dagsett 4. maí 2016 varðandi fyrirhugaða uppmælingu á landamerkjum Þverárdals, landnúmer 145397, í Húnavatnshreppi. Óskað er eftir viðbrögðum nágranna um landamerki. Farið er fram á að athugasemdir, ábendingar eða samþykki þurfi að koma fram fyrir 15. júní 2016. Á fundi Byggðarráðs 19. maí sl var erindið sent Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu. Landamerkjalína á uppdrætti sem fylgir erindinu er afar ónákvæm að landamerkjum við Staðarafrétt og vekur upp spurningar um landamerki annara aðliggjandi jarða. Óskað er eftir nánari upplýsingum um hvernig fyrirhugað er að standa að þessum mælingum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016
Afgreiðsla 287. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.