Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild
Málsnúmer 1703264
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 783. fundur - 11.05.2017
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. mars 2017 frá Brú lífeyrissjóði varðandi breytingu á A deild lífeyrissjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 810. fundur - 11.01.2018
Lagður fram tölvupóstur ásamt bréfi frá Brú-lífeyrissjóð dagsettur 5.janúar 2018, þar sem m.a.kemur fram að með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.
Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;
Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Í póstinum kemur fram að Sveitarfélaginu Skagafirði sé ætlað að greiða 174.416.140 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,382.338.344 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 41.133.105 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir gögnum um útreikning á kröfum sjóðsins.
Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;
Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Í póstinum kemur fram að Sveitarfélaginu Skagafirði sé ætlað að greiða 174.416.140 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,382.338.344 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 41.133.105 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir gögnum um útreikning á kröfum sjóðsins.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 811. fundur - 19.01.2018
Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna.
Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna.
Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018
Vísað frá 811. fundi byggðarráðs 19. janúar 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Fyrirliggjandi uppgjör launagreiðanda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs, með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðarað taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Fyrirliggjandi uppgjör launagreiðanda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs, með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðarað taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 814. fundur - 08.02.2018
Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsis Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG hf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 815. fundur - 15.02.2018
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, reikningsskila- og upplýsinganefnd. Hefur það að geyma leiðbeiningar á meðhöndlun uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016, í reikningsskilum sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 364. fundur - 21.02.2018
Vísað frá 814. fundi byggðarráðs þann 8. febrúar 2018.
Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júní 2017. Heildarskuldbinding Sveitarfélagsins Skagafjarðar er samkvæmt samkomulaginu að fjárhæð 597.245.747 kr. vegna framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð og hefur verið gert ráð fyrir útgjöldunum með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600 mkr.
Sveitarstjórn heimilar og felur sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið og aðra nauðsynlega löggerninga því tengdu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Framlagt samkomulag borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júní 2017. Heildarskuldbinding Sveitarfélagsins Skagafjarðar er samkvæmt samkomulaginu að fjárhæð 597.245.747 kr. vegna framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð og hefur verið gert ráð fyrir útgjöldunum með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600 mkr.
Sveitarstjórn heimilar og felur sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið og aðra nauðsynlega löggerninga því tengdu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Framlagt samkomulag borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.