Fara í efni

Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 794. fundur - 19.09.2017

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

Byggðarráð óskar eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 131. fundur - 29.09.2017

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 50. fundur - 30.10.2017

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 247. fundur - 10.11.2017

Lagt fram erindi frá byggðarráði þar sem óskað er eftir umsögn um drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Nefndin gerir engar athugasemdir við drögin.Vísað til byggðarráðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 132. fundur - 15.11.2017

Lögð voru fyrir fundinn drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 800. fundur - 16.11.2017

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

Byggðarráð óskaði eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd. Þær umsagnir liggja fyrir frá nefndum án athugasemda.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 834. fundur - 02.08.2018

Lagt fram frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra sem samþykkt hefur verið í öllum sveitarfélögum landshlutans. Skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þarf lögreglusamþykktin tvær umræður í sveitarstjórnum áður en hún er sent til staðfestingar ráðherra.

Á fundi stjórnar SSNV þann 10.júlí 2018 var lögreglusamþykktin til umræðu. Ábendingar bárust um að í samþykktina vantaði bann við akstri vélknúinna ökutækja á reiðvegum. Hefur því ákvæði verið bætt inn undir 24. grein.

Greinin hljóðar eftir breytingu svo:

Lögreglustjóri getur að fengnum tillögum sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað umferð stórvirkra vinnuvéla, vörubifreiða eða annarra ökutækja á einstökum götum ef slík umferð er álitin hættuleg eða til sérstakra óþæginda fyrir aðra umferð eða íbúa.
Allur akstur torfærutækja, s.s. vélsleða og torfæruhjóla, er bannaður innan þéttbýlis. Sveitarstjórn getur þó heimilað undanþágu frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum og skal sú ákvörðun tilkynnt lögreglustjóra.
Allur akstur vélknúinna ökutækja á reiðvegum er bannaður.

Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar frá fyrri afgreiðslu.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 28.júní 2018 og lýkur 10.ágúst 2018.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra með áorðnum breytingum.

Áður samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 29.nóvember 2017.