Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

50. fundur 30. október 2017 kl. 16:00 - 17:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2018-2021 og ýmis álitamál

Málsnúmer 1710058Vakta málsnúmer

Til fundar komu Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Zoëga frá Byggðasafni Skagfirðinga til almennrar yfirferðar yfir starfsemi og rekstur Byggðasafns Skagfirðinga.

2.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra.

3.Áfangaskýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 1710162Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt um starfsemi Flugklasans á liðnum mánuðum og yfirlit yfir það sem framundan er. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir samantektina og vonar að reglubundið millilandaflug til Norðurlands eigi framtíðina fyrir sér.

4.Áætlunarflug í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks

Málsnúmer 1710168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um fyrirhugað áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.

Fundi slitið - kl. 17:45.