Fara í efni

Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

Málsnúmer 1712208

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 54. fundur - 09.02.2018

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, dags. 21. desember 2017, og býður forsvarsmönnum hópsins á næsta fund nefndarinnar til að ræða tilhögun starfshóps og næstu skref, m.a. í því ljósi að einn forsvarsmanna hópsins hefur reifað þá hugmynd að taka húsnæðið til leigu til lengri tíma, sbr. fundargerð fræðslunefndar dags. 8. febrúar 2018. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að tilkynna forsvarsmönnum hópsins um dagsetningu næsta fundar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 07.03.2018

Málið áður á dagskrá 54. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. febrúar 2018. Undir þessum dagskrárlið komu til viðræðu Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Íris Jónsdóttir og kynntu fyrir nefndinni hugmyndir um mögulega starfsemi í húsnæði Sólgarðaskóla og stofnun starfshóps þar um.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi og tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 19.03.2018

Tekið fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, þar sem tilkynnt er um fulltrúa þeirra í starfshóp um framtíðarstarfsemi húsakynna skólans. Fulltrúarnir eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Sólgörðum, Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum og Ólafur Jónsson, Helgustöðum. Samþykkt að fulltúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar verði Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 59. fundur - 18.09.2018

Samþykkt samhljóða í upphafi fundar að taka mál númer 1809233 á dagskrá með afbrigðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í Samráðshóp um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla verði Ragnheiður Halldórsdóttir og Gunnsteinn Björnsson.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 905. fundur - 11.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2020 frá starfshópi um framtíð Sólgarðaskóla.
Starfshópur um framtíð Sólgarðaskóla leggur til við byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæði Sólgarðaskóla í hagkvæmt leiguhúsnæði líkt og gert hefur verið víðar á landsbyggðinni.
Starfshópurinn leggur jafnframt til að syðsta hluta Sólgarðaskóla, sem áður hýsti leikskóla, verði ekki ráðstafað til langtímanota að sinni, þannig að mögulega verði unnt að opna leikskóla þar aftur ef börnum á leikskólaaldri heldur áfram að fjölga og grundvöllur verður fyrir slíkri starfsemi að nýju.
Þá leggur starfshópurinn að lokum til að á meðan unnið verði að undirbúningi breytinga verði húsnæðið leigt áfram í skammtímaleigu til þess rekstraraðila sem starfrækt hefur ferðaþjónustu í húsnæðinu undanfarna mánuði.
Byggðarráð þakkar starfshópnum fyrir gott starf og mun taka tillögurnar til skoðunar.