Fara í efni

Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS

Málsnúmer 1802213

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 251. fundur - 23.02.2018

Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að loksins er kominn á samningur milli þessa aðila. Nefndin vísar samningnum til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 817. fundur - 01.03.2018

Málinu vísað frá 251. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. febrúar 2018. Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála. Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður UMSS og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Vísað frá 251. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. febrúar 2018.

Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála.
Borinn upp til afgreiðslu og samþykkur með níu atkvæðum.