Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

151. fundur 28. febrúar 2019 kl. 14:30 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, sat 2. til 5. lið fundar.

1.Samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs

Málsnúmer 1901228Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Káradóttir, mættu á fundinn til að fara yfir hugmyndir klúbbsins um samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Farið var yfir hugmyndir að staðsetningu fjölskyldugarðs og fyrirkomulag á samstarfi.
Nefndin fagnar frumkvæði Freyjanna og hlakkar til samstarfsins.

2.Fundagerðir Hafnasamband Ísl. 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnasambands Íslands frá 18. janúar og 15. febrúar 2019 lagðar fram til kynningar.

3.Áhættumat Skagafjarðarhafna og viðbrgðsáætlun

Málsnúmer 1902178Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar frumdrög að áhættumati fyrir Skagafjarðarhafnir.
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, fór yfir drögin.
Unnið verður áfram að gerð áhættumats og endanleg útgáfa lögð fyrir nefndina að nýju.

4.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki

Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer

Haldin verður samráðsfundur með hagsmunaaðilum vegna nýs deiliskipulags Sauðárkrókshafnar fimmtudaginn 7. mars nk.
Hagsmunaaðilar hafa verið boðaðir á fundinn ásamt ráðgjöfum og fulltrúum umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
Drög að dagskrá fundarins voru lögð fyrir fundinn.

5.Markaðsmál - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1902221Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Guðlaugi Skúlasyni, varaformanni umhverfis- og samgöngunefndar, varðandi markaðssetningu Skagafjarðarhafna.
Í erindinu er lagt til að farið verði í sérstaka markaðssetningu á Skagafjarðarhöfnum með hafnarstjóra og þjónustuaðilum hafnarinnar í því skyni að nýta þá innviði sem fyrir eru sem best og festa Skagafjarðarhafnir í sessi sem fýsilegan kost til löndunar sjávarafla.
Nefndin felur hafnarstjóra að ræða við þjónustuaðila um aðkomu að kynningu og markaðssetningu Skagafjarðarhafna.

6.Sorphirða í dreifbýli

Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer

Farið var yfir samantekt á kostnaði vegna sorphirðu árið 2018.

Fundi slitið - kl. 16:00.