Fara í efni

Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 258. fundur - 13.09.2018

Undirbúningur að gerð Jafnréttisáætlunar fyrir árin 2018-2022 er í gangi sbr. meðfylgjandi minnisblað. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að gerð áætlunarinnar og leggja fram drög að áætluninni samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að allar fastanefndir komi að gerð áætlunarinnar. Ítrekað er að Jafnréttisáætlun er lögbundin, stefnumótandi áætlun sem ná þarf til allrar starfsemi sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri og Gunnar Sandholt, verkefnastjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 268. fundur - 26.08.2019

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 13. september 2018. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri, kom á fundinn og kynnti drög að Jafnréttisstefnu fyrir árin 2018-2022 ásamt aðgerðaráætlun. Nefndin samþykkir að mannauðsstjóri haldi áfram með málið og vísar því til annarra fagnefnda og Byggðarráðs til umfjöllunar og umsagnar. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 878. fundur - 04.09.2019

Lögð fram drög að jafnréttisstefnu fyrir árin 2018-2022 ásamt aðgerðaráætlun.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 17.09.2019

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð jafnréttisáætlunarinnar. Nefndin fjallaði um áætlunina og komu nefndarmenn með fjölmargar athugasemdir sem gætu gagnast við endanlega gerð áætlunarinnar. Athugasemdum nefndarmanna verður safnað saman og sendar mannauðsstjóra og félags- og tómstundanefnd.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 25.09.2019

Lögð voru fram til umsagnar drög að jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun jafnréttisstefnu. Fjallað var um áætlunina og komu nefndarmenn með nokkrar ábendingar sem þurfa frekari umræðu áður en endanleg áætlun er samþykkt.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 160. fundur - 02.10.2019

Lögð voru fyrir nefndarmenn drög að jafnréttisáætlun og aðgerðaráætlun í jafnréttismálum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Nefndin ræddi efni áætlananna og fagnar vinnu við gerð jafnréttisstefnu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 883. fundur - 09.10.2019

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Stefnan verði rædd aftur á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 885. fundur - 16.10.2019

Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022. Byggðarráð samþykkti á 883. fundi sínum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Tillaga sveitarstjóra lögð fram.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 207. fundur - 01.11.2019

Landbúnaðarnefnd fagnar fram kominni jafnréttisáætlun 2018-2022. Nefndin mun leitast við að tryggja jafnrétti kynjanna í fjallskilanefndum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 26.ágúst 2019. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri kom á fundinn og kynnti breytingar á drögum að Jafnréttisstefnu ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Stefnan hefur farið til umfjöllunar og umsagnar annarra fagnefnda og byggðaráðs. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunar. Nefndin samþykkir Jafnréttisstefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir árin 2019-2023 fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Vísað frá 885. fundi byggðarráðs þann 16. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019-2023, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.