Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

207. fundur 01. nóvember 2019 kl. 15:00 - 16:32 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir

Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer

Farið yfir ástand skilarétta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lagt er til að skoðuð verði framtíð Grófagilsréttar sem skilarétt. Starfsmanni nefndarinnar falið að kanna hvort opinber styrkur fáist til viðhalds Hlíðarréttar vegna sérstöðu hennar og aldurs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að sett verði gjaldskrá yfir starfsemi í skilaréttum sem fellur ekki undir lögbundin fjallskil.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál

Málsnúmer 1910149Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála á árinu 2020. Niðurstaða áætlunar er 15,0 milljónir króna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til byggðarráðs.

3.Varmilækur land F2306242, stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1910195Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf móttekið 22. október 2019 frá Guðmundi Þór Elíassyni, kt. 271277-3429 og Jóhönnu H. Friðriksdóttur, kt. 080579-5359, eigendum jarðarinnar Varmilækur land í Skagafirði (F2306242), þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

4.Garnaveikibólusetning í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1910196Vakta málsnúmer

Rætt um reglugerðir um garnaveiki og varnir gegn henni.
Landbúnaðarnefnd hvetur Matvælastofnun til að sinna sínu eftirlitshlutverki varðandi bólusetningar á sauðfé og geitum, til að lágmarka hættu á að upp komi garnaveiki. Til að virkni bólusetningar verði sem best er mikilvægt að framkvæma bólusetningu sem fyrst á haustin.

5.Jafnréttisstefna 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd fagnar fram kominni jafnréttisáætlun 2018-2022. Nefndin mun leitast við að tryggja jafnrétti kynjanna í fjallskilanefndum.

6.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Vestur Fljóta

Málsnúmer 1909052Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2018.

7.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps - ársreikningur 2018

Málsnúmer 1908183Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2018.

8.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hofsafrétt

Málsnúmer 1910171Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 16:32.