Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir
Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál
Málsnúmer 1910149Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála á árinu 2020. Niðurstaða áætlunar er 15,0 milljónir króna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til byggðarráðs.
3.Varmilækur land F2306242, stofnun lögbýlis
Málsnúmer 1910195Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf móttekið 22. október 2019 frá Guðmundi Þór Elíassyni, kt. 271277-3429 og Jóhönnu H. Friðriksdóttur, kt. 080579-5359, eigendum jarðarinnar Varmilækur land í Skagafirði (F2306242), þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
4.Garnaveikibólusetning í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1910196Vakta málsnúmer
Rætt um reglugerðir um garnaveiki og varnir gegn henni.
Landbúnaðarnefnd hvetur Matvælastofnun til að sinna sínu eftirlitshlutverki varðandi bólusetningar á sauðfé og geitum, til að lágmarka hættu á að upp komi garnaveiki. Til að virkni bólusetningar verði sem best er mikilvægt að framkvæma bólusetningu sem fyrst á haustin.
Landbúnaðarnefnd hvetur Matvælastofnun til að sinna sínu eftirlitshlutverki varðandi bólusetningar á sauðfé og geitum, til að lágmarka hættu á að upp komi garnaveiki. Til að virkni bólusetningar verði sem best er mikilvægt að framkvæma bólusetningu sem fyrst á haustin.
5.Jafnréttisstefna 2018-2022
Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd fagnar fram kominni jafnréttisáætlun 2018-2022. Nefndin mun leitast við að tryggja jafnrétti kynjanna í fjallskilanefndum.
6.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Vestur Fljóta
Málsnúmer 1909052Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2018.
7.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps - ársreikningur 2018
Málsnúmer 1908183Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2018.
8.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hofsafrétt
Málsnúmer 1910171Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2018.
Fundi slitið - kl. 16:32.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að sett verði gjaldskrá yfir starfsemi í skilaréttum sem fellur ekki undir lögbundin fjallskil.