Fara í efni

Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1809169

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 262. fundur - 21.01.2019

Meirihluti félags- og tómstundanefndar leggur til að Sveitarfélagið Skagafjörður sækist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Um er að ræða lýðheilsuverkefni sem felur í sér heildræna nálgun og markvissar aðgerðir sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði íbúa samfélagsins. Félags- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hafi forgöngu um að skipa stýrihóp sem skoði forsendur og möguleika sveitarfélagsins á þátttöku í verkefninu. Æskilegt er að stýrihópinn skipi hópur fólks sem hefur fjölþætta þekkingu og áhuga á að skipa Sveitarfélaginu Skagafirði enn frekari sess sem fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsa og vellíðan fólks er höfð að leiðarljósi.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að unnið verði að því að gera Sveitarfélagið Skagafjörð að heilsueflandi samfélagi og vinna þannig að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag á vegum Embættis landlæknis, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn skipan þverfaglegs stýrihóps fyrir starfið sem tryggi aðkomu lykilhagsmunaaðila, s.s. frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, leikskólum Skagafjarðar, grunnskólum Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, úr hópi eldri borgara, úr hópi almenningsíþrótta, auk fulltrúa frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Fundargerðir stýrihópsins verði lagðar fram til kynningar hjá félags- og tómstundanefnd, auk þess sem stýrihópurinn fundi með nefndinni a.m.k. 2 sinnum á ári.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019

Á fundi sínum þann 21. janúar s.l. lagði félags- og tómstundanefnd til við sveitarstjórn að Sveitarfélagið Skagafjörður sæktist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Tillaga nefndarinnar var tekin fyrir í sveitarstjórn þann 13. mars s.l. með þeirri bókun að sveitarstjórn samþykkir að unnið verði að því að gera sveitarfélagið að Heilsueflandi samfélagi og vinna þannig að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að skipa þverfaglegan stýrihóp með aðkomu lykilhagsmunaaðila til að vinna að verkefninu.
Félags- og tómstundanefnd fagnar samþykkt sveitarstjórnar og væntir góðs af verkefninu.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 01.07.2019

Á fundi sínum þann 21. janúar s.l. lagði félags- og tómstundanefnd til við sveitarstjórn að Sveitarfélagið Skagafjörður sæktist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Markmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Skipaður verði þverfaglegur stýrihópur með aðkomu lykilhagsmunaaðila til að vinna að verkefninu. Sveitarstjórn samþykkti tillögu félags- og tómstundanefndar þann 13. mars s.l. Samningur þessa efnis verður undirritaður af landlækni og sveitarstjóra á fræðsludeginum 15. ágúst n.k., en dagskrá hans fylgir með í gögnum fundarins. Fræðslunefnd fagnar ákvörðun þessari og væntir þess að hún verði til hagsbóta og heilla fyrir alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.