Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

262. fundur 21. janúar 2019 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Jólamót Molduxa 2018

Málsnúmer 1812078Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óska eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið.

2.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 1802215Vakta málsnúmer

Lagt fram eitt mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bertína Rodriguez vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

3.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1809169Vakta málsnúmer

Meirihluti félags- og tómstundanefndar leggur til að Sveitarfélagið Skagafjörður sækist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Um er að ræða lýðheilsuverkefni sem felur í sér heildræna nálgun og markvissar aðgerðir sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði íbúa samfélagsins. Félags- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hafi forgöngu um að skipa stýrihóp sem skoði forsendur og möguleika sveitarfélagsins á þátttöku í verkefninu. Æskilegt er að stýrihópinn skipi hópur fólks sem hefur fjölþætta þekkingu og áhuga á að skipa Sveitarfélaginu Skagafirði enn frekari sess sem fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsa og vellíðan fólks er höfð að leiðarljósi.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið

4.Umsókn um styrk 2019 Félag eldri borgara Hofsósi

Málsnúmer 1812022Vakta málsnúmer

Erindi frá Félagi eldri borgara á Hofsósi.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara á Hofsósi 100.000 króna styrk vegna félagsstarfa.

5.Félag eldri borgara Skagafirði - styrkbeiðni 2018

Málsnúmer 1809136Vakta málsnúmer

Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagafirði 280.000 króna styrk vegna félagsstarfa.

6.Félag eldri borgara, styrkbeiðni v félagsstarfs á Löngumýri

Málsnúmer 1812137Vakta málsnúmer

Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eldri borgara sem sækja félagsstarf á Löngumýri.
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2019 samþykkir nefndin að veita 150.000 króna styrk vegna húsaleigu á Löngumýri.

7.Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2019

Málsnúmer 1901158Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1.janúar 2019 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2019 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær voru í nóvember 2018. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2019 er því 229.370 kr.

8.GJaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði 2019

Málsnúmer 1901156Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2019 verður gjald fyrir hverja klukkustund 3.092 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar.

9.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2019

Málsnúmer 1901155Vakta málsnúmer

Félags- og tómstunanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3%, úr 496 kr. í 511 kr. fyrir hverja máltíð.

10.Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur 2019

Málsnúmer 1901160Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðsla vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1.janúar 2019.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 2.800 á sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 4.500 á sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 5.800 á sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.

11.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019

Málsnúmer 1810038Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 200.000 árið 2019. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög.

12.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir 2019

Málsnúmer 1811026Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum.

13.Aflið - styrkumsókn árið 2019

Málsnúmer 1810080Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir.

14.Leikhópurinn Lotta styrkbeiðni

Málsnúmer 1810150Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Leikhópnum Lottu þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir sýninguna Rauðhettu þann 30. janúar 2019,kl. 17:30. Nefndin samþykkir erindið.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir þessum lið
Nefndin samþykkir að taka málið á dagskrá fundar.

15.02-60-10 Dagvist í heimahúsum 2019

Málsnúmer 1901176Vakta málsnúmer

Umsókn Guðrúnar Erlu Sigursteinsdóttur um daggæslu á einkaheimili. Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðarleyfi vegna daggæslu á einkaheimili til eins árs fyrir Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, Hólavegi 27 Sauðárkóki, sbr. 15.gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 5 börnum að eigin barni meðtöldu, allan daginn, enda sæki Guðrún Erla námskeið fyrir dagoreldra svo fljótt sem kostur er. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar dagskrár.

Fundi slitið - kl. 16:00.