Staða Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð
Málsnúmer 1811009
Vakta málsnúmerStjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4. fundur - 28.09.2017
Rætt um framhald á tilveru Menningarseturs Skagfirðinga þar sem markmiðum stofnskrárinnar hefur verið fullnægt. Samþykkt að funda inna tíðar og taka ákvörðun um framhaldið.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 5. fundur - 11.10.2017
Formaður, Þórdís Friðbjörnsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann byrjaði á að lesa skipulagsskrá fyrir Menningarsetur Skagfirðinga í Varmahlíð útgefna 25. nóvember 1965 og staðfesta af forseta Íslands þann dag.
Ekki er einhugur innan stjórnar að leggja félagið algerlega niður, en samþykkt að funda með fulltrúa sýslumanns til ráðgjafar um framhald og mögulegar útfærslur á framtíð Menningarsetursins.
Ekki er einhugur innan stjórnar að leggja félagið algerlega niður, en samþykkt að funda með fulltrúa sýslumanns til ráðgjafar um framhald og mögulegar útfærslur á framtíð Menningarsetursins.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 22.02.2018
Björn Ingi gat þess að allar sjálfseignarstofnanir, sem Menningarsetrið er samkvæmt lögum frá 1988 með reglugerð frá 2008, falla undir framkvæmd sýslumanns á Norðurlandi vestra standi til breytingar á skipulagsskrá. Verði breyting þar á t.d. ef leggja á niður, í þessu tilviki, þá verður að selja eignir sem til eru og andvirðið að renna til upphaflegra markmiða samkvæmt stofnskrá, það sama gildir um lausafjármuni.
Samkvæmt skipulagsskrá Menningarseturs var hún staðfest í júní 1958.
Að framangreindu er því ljóst að ekki er hægt að leggja niður félagið nema að fyrir eignir og réttindi komi greiðsla samkvæmt verðmati hlutlauss aðila.
Stjórnir sjálfseignastofnana hafa einar vald til breytinga á stofnskrá samkvæmt lögum.
Samkvæmt skipulagsskrá Menningarseturs var hún staðfest í júní 1958.
Að framangreindu er því ljóst að ekki er hægt að leggja niður félagið nema að fyrir eignir og réttindi komi greiðsla samkvæmt verðmati hlutlauss aðila.
Stjórnir sjálfseignastofnana hafa einar vald til breytinga á stofnskrá samkvæmt lögum.
Björn Ingi Óskarsson vék af fundi.
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 8. fundur - 06.11.2018
Til fundarins kom Sesselja Árnadóttir frá KPMG og fór yfir skipulagsskrá og stöðu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð. Rætt um starfsemi félagsins, tilgang og framtíð þess.