Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

5. fundur 11. október 2017 kl. 13:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Staða Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Formaður, Þórdís Friðbjörnsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann byrjaði á að lesa skipulagsskrá fyrir Menningarsetur Skagfirðinga í Varmahlíð útgefna 25. nóvember 1965 og staðfesta af forseta Íslands þann dag.
Ekki er einhugur innan stjórnar að leggja félagið algerlega niður, en samþykkt að funda með fulltrúa sýslumanns til ráðgjafar um framhald og mögulegar útfærslur á framtíð Menningarsetursins.

2.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Arnór Gunnarsson hafði samband við Vegagerðina sem er tilbúin að leggja til möl í afleggjara að Reykjarhólsvegi 10.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.