Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

4. fundur 28. september 2017 kl. 13:00 í Húsi frítímans
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Dagskrá

1.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt fram bréf sem skipulags- og byggingarnefnd barst frá Kaupfélagi Skagfirðinga móttekið 15. ágúst 2017 undirritað af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra.
Þar er farið fram á stækkun lóðar við útibú KS í Varmahlíð. Stjórnin er beðin að gefa umsögn um umsókn. Jón Örn kynnti loftmyndir og teikningar af Varmahlíð þar sem farið var yfir möguleika frá ýmsum hliðum. Núverandi lóð er 4.000 m² samkvæmt lóðarleigusamningi en í bréfinu er beðið um stækkun upp í 11.402 m².
Stjórn Menningarseturs hugnast ekki framkomnar tillögur og er ekki tilbúin til viðræðna með fulltrúum Kaupfélags Skagfirðinga og skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar um frekari útfærslur.

2.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Fram var lagt bréf frá Einari Erni og Sigríði á Víðimýri dagsett 26. september 2017 þar sem farið er fram á lagfæringar á vegi heim að Reykjarhólsvegi 10. Samkvæmt því sem fram kemur í bréfinu er undirlag mjög gróft og beðið um yfirkeyrslu.
Samþykkt að skoða málið.

3.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Fram voru lagðar myndir af fyrirhuguðu útsýnisskilti á toppi Reykjarhóls. Búið er að rýna í hluta af myndunum en eftir er að bera sumt undir staðkunnuga svo örnefni rati á réttan stað.
Haldið verður áfram því starfi en mjög mikilvægt er að vel takist til.

4.Staða Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Rætt um framhald á tilveru Menningarseturs Skagfirðinga þar sem markmiðum stofnskrárinnar hefur verið fullnægt. Samþykkt að funda inna tíðar og taka ákvörðun um framhaldið.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.