Fara í efni

Menntastefna Skagafjarðar

Málsnúmer 1812211

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 142. fundur - 23.05.2019

Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi, kom á fundinn og kynnti vinnu við gerð Menntastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar Helgu og teyminu öllu fyrir góða vinnu.
Helga Harðardóttir sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 01.07.2019

Lögð fram til kynningar drög að Menntastefnu Skagafjarðar. Málið áður til kynningar á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Menntastefnan verður til umræðu og frekari mótunar á árlegum fræðsludegi skólanna í Skagafirði þann 15. ágúst n.k. Mikilvægt er að ábendingar og athugasemdir fulltrúa fræðslunefndar hafi borist umsjónarmanni, Helgu Harðardóttur, kennsluráðgjafa, fyrir þann tíma. Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar sem hefur frístundastarfið í sínum málaflokki.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 267. fundur - 09.07.2019

Lögð fram drög að Menntastefnu Skagafjarðar sem vísað var til nefndarinnar til umsagnar frá fræðslunefnd þann 1. júlí s.l. Óskað er eftir því að fulltrúar félags- og tómstundanefndar kynni sér drögin og komi með athugasemdir og ábendingar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019

Drög að Menntastefnu Skagafjarðar lögð fram. Eins og kunnugt er hefur verið unnið að mótun Menntastefnu fyrir Skagafjörð á undanförnum mánuðum í miklu samráði við aðila skólasamfélagsins og íbúa Skagafjarðar. Fræðslunefnd hefur fjallað um stefnuna á nokkrum fundum sínum og tekið þátt í mótun hennar. Stefnan ásamt aðgerðaráætlun er nú lögð fram í lokadrögum. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra og ganga frá henni og leggja fyrir nefndina til staðfestingar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 30.01.2020

Menntastefna Skagafjarðar lögð fram til staðfestingar. Fræðslunefnd og starfshópur á vegum fræðsluþjónustu hafa unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins og jafnframt hafa verið haldnir opnir fundir þar sem íbúum Skagafjarðar hefur gefist kostur á að koma með ábendingar og hugmyndir við stefnumótunarvinnuna. Menntastefna Skagafjarðar er leiðarljós skólastarfs í Skagafirði. Hún nær til leik-, grunn og framhaldsskóla, tónlistarskóla og frístundatarfs. Menntastefnan markar ramma um megináherslur í starfi skóla og skólaþjónustu og er ætlað að mæta þeim áskorunum sem felast í stöðugum samfélags- og tæknibreytingum í samfélaginu.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla menntastefnu og þakkar öllum þeim sem komið hafa að gerð hennar fyrir þeirra framlag. Um leið og fræðslunefnd samþykkir stefnuna hvetur hún íbúa til að kynna sér hana vel.

Auður Björk Birgisdóttir - fulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Þeir sem komu að gerð menntastefnu Skagafjarðar eiga þakkir skildar. Mörg metnaðarfull áform eru í menntastefnunni og er nauðsynlegt að henni sé fylgt vel eftir bæði með því fjármagni sem þarf til fræmkvæmda þeirra fjölmörgu atriða sem þar eru nefnd sem og með nauðsynlegri endurmenntun kennara allra skólastiga.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 12.05.2020

Lagt fram erindi frá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri þar sem tilkynnt er um að Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafi verið veittur styrkur úr Sprotasjóði að upphæð 1.350.000 til innleiðingar á Menntastefnu Skagafjarðar. Fræðslunefnd fagnar styrknum og þakkar þá viðurkenningu sem vinnu við gerð stefnunnar er sýnd.