Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi sat fundinn undir liðum 4-6.
1.Kennslukvóti skólaárið 2020 - 2021
Málsnúmer 2004221Vakta málsnúmer
Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
2.Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2020-2021
Málsnúmer 2005049Vakta málsnúmer
Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
3.Umsókn um námsvist utan lögheimilis
Málsnúmer 2005022Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá foreldri um að barn viðkomandi fái að stunda nám í öðru sveitarfélagi skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að Sveitarfélagið Skagafjörður rekur grunnskóla í skólahverfi viðkomandi og sér börnum fyrir skólaakstri lögum samkvæmt. Tekið er fram að fram til þessa hefur einungis verið veitt heimild fyrir tímabundinni skólagöngu í öðrum sveitarfélögum vegna t.d. námsdvalar foreldra, vegna veikinda eða vegna sérstakra félagslegra aðstæðna.
4.Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar
Málsnúmer 2003223Vakta málsnúmer
Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið.
5.Spjaldtölvuvæðing grunnskólanna
Málsnúmer 2005047Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna sem unnin var af starfsmönnum fræðsluþjónustu. Vinnulag og efnistök skýrslunnar rædd og fer hún nú til umræðu og rýni hjá skólastjórum.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Umrædd skýrsla sýnir niðurstöður stöðumats sem nær yfir tímabilið apríl 2019 til mars 2020 en auk þess eru niðurstöður innra og ytra mats í formi Skólapúls og gæðagreina, en þær niðurstöður hafa áður legið fyrir enda framkvæmdar reglubundið. Er ánægjulegt að sjá jákvæð viðbrögð allra aðila í svörum þessara kannana.
Hinsvegar er ábótavant upplýsingum um hvað á að gera í framhaldi þessarar vinnu og hver séu næstu skref í tæknivæðingu grunnskólanna, en svar við fyrirspurn Auðar fulltrúa VG og óháðra segir að það sé einmitt tilgangur stöðumatsins. Hver eru næstu skref og hver ber ábyrgð á þeim?
Eftir að umrætt stöðumat var framkvæmt hefur skert skólahald af völdum covid staðið yfir í skólum Skagafjarðar síðastliðnar vikur. Skipti þar tæknivæðing skólanna og þjálfun kennara gríðarlegu máli svo hægt væri að halda úti fjarnámi þar sem þess þurfti. Ekki er ósennilegt að viðhorf allra hlutaðeigandi aðila hafi breyst eftir að þessi raunveruleiki átti sér stað. Er því full ástæða til að endurtaka stöðumat hvað varðar tæknivæðingu skólanna, þar sem þær upplýsingar sem safnað var í desember síðastliðnum eru að mörgu leiti ekki marktækar og gefa ekki glöggva mynd af stöðunni í dag. Þá er lögð áhersla á mikilvægi faglegar meðferðar innan fræðslunefndar áður en nýtt mat verður lagt fyrir.
Axel Kárason fulltrúi B-lista og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Sú skýrsla sem hér er lögð fram er stöðumat á innleiðingu spjaldtölva og breyttra kennsluhátta frá því er ákveðið var að ráðast í að spjaldtölvuvæða alla grunnskólana, skólaárið 2014-2015. Skýrslan gefur að okkar mati glögga mynd af stöðunni nú og lýsir ágætlega viðhorfum aðila skólasamfélagsins til tækniinnleiðingarinnar. Nú, þegar búið er að tæknivæða alla skólana og koma á ákveðinni sjálfbærni í endurnýjun tækjabúnaðar, er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort við höfum gengið götuna til góðs. Því ákvað fræðsluþjónustan í samstarfi við stjórnendur grunnskólanna og að höfðu óformlegu samráði við fræðslunefnd að ráðast í gerð stöðumats. Upplýsingum sem birtast í skýrslu þessari var safnað á tímabilinu apríl 2019 til 31. mars 2020. Markmið stöðumatsins er að skoða hvar við erum stödd í tækni, hvað við getum gert betur og hvaða skref er skynsamlegt að stíga í framhaldinu. Í ljósi bókunar fulltrúa Vg og óháðra á síðasta fundi fræðslunefndar þann 15. apríl og bókunar fulltrúa Vg og óháðra í sveitarstjórn þann 6. maí s.l. er mikilvægt að ítreka að skýrsla sú sem hér liggur fyrir hefur ekki verið birt opinberlega og umræddir fulltrúar hafa ekki haft möguleika á að kynna sér hana í heild eða að hluta fyrr en nú. Það vekur því furðu, svo ekki sé meira sagt, að fulltrúar Vg og óháðra í sveitarstjórn gagnrýni skýrslu sem þeir hafa ekki séð og lýsi því yfir að þær upplýsingar sem skýrslan geymir séu ekki marktækar. Í ljósi bókana þeirra er líka mikilvægt að ítreka að með birtingu skýrslunnar nú gefst einmitt tækifæri til faglegrar meðferðar og umræðu um næstu skref. Fulltrúar B-lista, Axel Kárason og D-lista Elín Árdís Björnsdóttir, fagna skýrslu þessari og vænta þess að hún verði skólasamfélaginu til góðs í frekari þróun kennslu með nýjustu upplýsingatækni. Með hliðsjón af fyrirspurn fulltrúa Vg og óháðra frá 15. apríl s.l. skal áréttað að frumkvæði og framkvæmd stöðumatsins er í fullu samræmi við lagalegar skyldur og skilgreind verkefni fræðsluþjónustu sveitarfélagsins. Í því samhengi lýsa fulltrúar B og D lista sérstakri ánægju sinni með ábyrga stjórnsýslu og starfsemi fræðsluþjónustu sem felst í því m.a. að fylgja eftir og skoða árangur verkefna sem sveitarfélagið og aðrir aðilar hafa lagt mikla fjármuni til.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun:
Skýrslan gefur góða mynd af þróun spjaldtölvuvæðingu og mikilvægt er að vera á tánum í tænkimálum jafnt sem öðrum nýjungum sem koma að kennslu. Við getum verið stolt af því hversu vel skólarnir okkar standa í nýjungum í kennsluháttum. Ég vil hér þakka starfsfólki fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fyrir vel unna skýrslu.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Umrædd skýrsla sýnir niðurstöður stöðumats sem nær yfir tímabilið apríl 2019 til mars 2020 en auk þess eru niðurstöður innra og ytra mats í formi Skólapúls og gæðagreina, en þær niðurstöður hafa áður legið fyrir enda framkvæmdar reglubundið. Er ánægjulegt að sjá jákvæð viðbrögð allra aðila í svörum þessara kannana.
Hinsvegar er ábótavant upplýsingum um hvað á að gera í framhaldi þessarar vinnu og hver séu næstu skref í tæknivæðingu grunnskólanna, en svar við fyrirspurn Auðar fulltrúa VG og óháðra segir að það sé einmitt tilgangur stöðumatsins. Hver eru næstu skref og hver ber ábyrgð á þeim?
Eftir að umrætt stöðumat var framkvæmt hefur skert skólahald af völdum covid staðið yfir í skólum Skagafjarðar síðastliðnar vikur. Skipti þar tæknivæðing skólanna og þjálfun kennara gríðarlegu máli svo hægt væri að halda úti fjarnámi þar sem þess þurfti. Ekki er ósennilegt að viðhorf allra hlutaðeigandi aðila hafi breyst eftir að þessi raunveruleiki átti sér stað. Er því full ástæða til að endurtaka stöðumat hvað varðar tæknivæðingu skólanna, þar sem þær upplýsingar sem safnað var í desember síðastliðnum eru að mörgu leiti ekki marktækar og gefa ekki glöggva mynd af stöðunni í dag. Þá er lögð áhersla á mikilvægi faglegar meðferðar innan fræðslunefndar áður en nýtt mat verður lagt fyrir.
Axel Kárason fulltrúi B-lista og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Sú skýrsla sem hér er lögð fram er stöðumat á innleiðingu spjaldtölva og breyttra kennsluhátta frá því er ákveðið var að ráðast í að spjaldtölvuvæða alla grunnskólana, skólaárið 2014-2015. Skýrslan gefur að okkar mati glögga mynd af stöðunni nú og lýsir ágætlega viðhorfum aðila skólasamfélagsins til tækniinnleiðingarinnar. Nú, þegar búið er að tæknivæða alla skólana og koma á ákveðinni sjálfbærni í endurnýjun tækjabúnaðar, er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort við höfum gengið götuna til góðs. Því ákvað fræðsluþjónustan í samstarfi við stjórnendur grunnskólanna og að höfðu óformlegu samráði við fræðslunefnd að ráðast í gerð stöðumats. Upplýsingum sem birtast í skýrslu þessari var safnað á tímabilinu apríl 2019 til 31. mars 2020. Markmið stöðumatsins er að skoða hvar við erum stödd í tækni, hvað við getum gert betur og hvaða skref er skynsamlegt að stíga í framhaldinu. Í ljósi bókunar fulltrúa Vg og óháðra á síðasta fundi fræðslunefndar þann 15. apríl og bókunar fulltrúa Vg og óháðra í sveitarstjórn þann 6. maí s.l. er mikilvægt að ítreka að skýrsla sú sem hér liggur fyrir hefur ekki verið birt opinberlega og umræddir fulltrúar hafa ekki haft möguleika á að kynna sér hana í heild eða að hluta fyrr en nú. Það vekur því furðu, svo ekki sé meira sagt, að fulltrúar Vg og óháðra í sveitarstjórn gagnrýni skýrslu sem þeir hafa ekki séð og lýsi því yfir að þær upplýsingar sem skýrslan geymir séu ekki marktækar. Í ljósi bókana þeirra er líka mikilvægt að ítreka að með birtingu skýrslunnar nú gefst einmitt tækifæri til faglegrar meðferðar og umræðu um næstu skref. Fulltrúar B-lista, Axel Kárason og D-lista Elín Árdís Björnsdóttir, fagna skýrslu þessari og vænta þess að hún verði skólasamfélaginu til góðs í frekari þróun kennslu með nýjustu upplýsingatækni. Með hliðsjón af fyrirspurn fulltrúa Vg og óháðra frá 15. apríl s.l. skal áréttað að frumkvæði og framkvæmd stöðumatsins er í fullu samræmi við lagalegar skyldur og skilgreind verkefni fræðsluþjónustu sveitarfélagsins. Í því samhengi lýsa fulltrúar B og D lista sérstakri ánægju sinni með ábyrga stjórnsýslu og starfsemi fræðsluþjónustu sem felst í því m.a. að fylgja eftir og skoða árangur verkefna sem sveitarfélagið og aðrir aðilar hafa lagt mikla fjármuni til.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun:
Skýrslan gefur góða mynd af þróun spjaldtölvuvæðingu og mikilvægt er að vera á tánum í tænkimálum jafnt sem öðrum nýjungum sem koma að kennslu. Við getum verið stolt af því hversu vel skólarnir okkar standa í nýjungum í kennsluháttum. Ég vil hér þakka starfsfólki fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fyrir vel unna skýrslu.
6.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 1812211Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri þar sem tilkynnt er um að Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafi verið veittur styrkur úr Sprotasjóði að upphæð 1.350.000 til innleiðingar á Menntastefnu Skagafjarðar. Fræðslunefnd fagnar styrknum og þakkar þá viðurkenningu sem vinnu við gerð stefnunnar er sýnd.
Fundi slitið - kl. 18:00.