Fara í efni

Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur 2019

Málsnúmer 1901160

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 262. fundur - 21.01.2019

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðsla vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1.janúar 2019.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 2.800 á sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 4.500 á sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 5.800 á sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 856. fundur - 06.02.2019

Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1. janúar 2019. 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 21.500 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 2.800 kr. á sólarhring. 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru 19.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 4.500 kr. á sólarhring. 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 17.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 5.800 kr. á sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019

Vísað frá 856. fundi byggðarráðs 6. febrúar 2019, þannig bókað:

"Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1. janúar 2019. 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 21.500 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 2.800 kr. á sólarhring. 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru 19.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 4.500 kr. á sólarhring. 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 17.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 5.800 kr. á sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.