Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

856. fundur 06. febrúar 2019 kl. 14:45 - 15:31 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1901293Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. janúar 2019. Landsþingið verður haldið föstudaginn 29. mars 2019. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélagsins og sveitarstjóri boðaðir til fundarins.

2.Alda félag - Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðis

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ódagsett bréf sem barst þann 1. febrúar 2019 frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Varðar erindið ráðgjöf félagsins um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðisins sem öllum stendur til boða.

3.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2019

Málsnúmer 1901155Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3%, úr 496 kr. í 511 kr. fyrir hverja máltíð. Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna.

4.Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði 2019

Málsnúmer 1901156Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að viðmið gjaldskrár vegna heimaþjónustu verði óbreytt, þ.e. áfram verði miðað við launaflokk 128 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2019 verður gjald fyrir hverja klukkustund 3.092 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar.

5.Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2019

Málsnúmer 1901158Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2019 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmið grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2019 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær voru í nóvember 2018. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2019 er því 229.370 kr.

6.Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur 2019

Málsnúmer 1901160Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1. janúar 2019. 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 21.500 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 2.800 kr. á sólarhring. 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru 19.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 4.500 kr. á sólarhring. 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 17.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 5.800 kr. á sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.

7.Steinsstaðaskóli - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1902013Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2019 úr máli 1902015 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Aðalsteinssonar f.h. North Star apartments ehf., kt. 530813-0880, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Steinsstaðarskóla, 561 Varmahlíð, F214-1480.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 1902010Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf frá Íbúðalánasjóði, móttekið 1. febrúar 2019, varðandi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að núverandi húsnæðisáætlun verði uppfærð fyrir 1. mars næstkomandi.

9.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna

Málsnúmer 1902005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

10.Umsagnarbeiðni þingsályktun stefna til eflingar fólks af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Málsnúmer 1902006Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál.

11.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra

Málsnúmer 1902007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál.

12.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 1901307Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 28. janúar 2019 varðandi sveitarfélögin og heimsmarkmiðin.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einróma samþykkt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Kynningarfundur verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík þann 15. febrúar 2019.

Fundi slitið - kl. 15:31.