Krafa vegna vangreiddra launa
Málsnúmer 1902166
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024
Vísað frá 112. fundi byggðarráðs frá 11. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Undir þessum dagskrárlið kom Björn Jóhannesson lögmaður hjá Megin lögmannsstofu til fundarins.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."
Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Að mati meirihluta sveitarstjórnar er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans. Að mati meirihluta sveitarstjórnar er hér um fordæmisgefandi mál að ræða og því mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla um túlkun áðurnefndra kjarasamninga."
Þá kvöddu sér máls Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Þá kvöddu sér hljóðs Sigfús Ingi Sigfússon, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum.
„Undir þessum dagskrárlið kom Björn Jóhannesson lögmaður hjá Megin lögmannsstofu til fundarins.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."
Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Að mati meirihluta sveitarstjórnar er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans. Að mati meirihluta sveitarstjórnar er hér um fordæmisgefandi mál að ræða og því mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla um túlkun áðurnefndra kjarasamninga."
Þá kvöddu sér máls Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Þá kvöddu sér hljóðs Sigfús Ingi Sigfússon, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Að mati meirihluta byggðaráðs er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans.
Að mati meirihluta byggðaráðs er hér um fordæmisgefandi mál að ræða sem kann einnig að varða aðra tónlistarskóla þar sem þannig háttar til að um akstur er að ræða að hálfu kennara á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."