Fara í efni

Skilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1903216

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 05.02.2018

Búið að yfirfara og leiðrétta að mestu ljósmyndir og kort sem koma eiga á útsýnispósta á toppi Reykjarhólsins. Fyrirhugað að koma skiltunum upp í vor.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 5. fundur - 15.05.2018

Farin var lokayfirferð á væntanlegum skiltum sem koma eiga á útsýnisstað á Reykjarhólnum. Reynir Pálsson er að hefjast handa við uppsetningu á undirstöðum svo koma megi skiltunum upp og leifa aðgengi fyrir sumarið.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 6. fundur - 12.06.2018

Skiltin sem setja á á útsýnisstaðinn á Reykjarhólnum eru komin úr framleiðslu og líta vel út. Búið er að kaupa undirstöður og hafist verður handa innan tíðar að setja þau niður á heitavatnstankinum á toppi hólsins.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 7. fundur - 25.09.2018

Útsýnisskilti með myndum voru sett upp við vatnstankinn á Reykjarhólnum í sumar. Reynir Pálsson, smiður í Varmahlíð, gekk frá uppsetningu ásamt Arnóri Gunnarssyni. Fara þau vel og gefa vegfarendum glögga mynd af fjallahringnum.

Fyrirhugað er að vekja enn frekar athygli á skiltunum með því að fá umfjöllun í Feyki og með návist sveitarstjóra og nefndarmanna.

Þar sem þetta er síðasti fundur þessarar stjórnar þakkar hún samstarfið og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum til eflingar menningar og mannlífs á Varmahlíðarsvæðinu.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 10. fundur - 26.03.2019

Samþykkt að formaður láti fara yfir nýju skiltin á Reykjarhóli og lagfæra það sem aflaga hefur farið i vetur.