Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 05. febrúar 2018 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur óformleg beiðni frá Kaupfélagi Skagfirðinga um kaup á húsi Alþýðulistar í Varmahlíð. Fyrir skömmu kom fram á fundi með fulltrúa KS, sveitarfélagsins og Menningarsetrinu þessi áhugi en jafnframt það loforð að leigja Alþýðulist húsið áfram til a.m.k. næstu tíu ára undir núverandi starfssemi.
Sveitarfélagið Skagafjörður og Alþýðulist hafa samþykkt að selja sína hluti, en hlutur Menningarseturs er 24,7%
Stjórn Menningarsetursins samþykkir sölu á sínum eignarhluta að því tilskyldu að viðunandi verð fáist. Jafnframt ítrekar stjórnin að viðhald hússins á leigutímanum verði tryggt og til sóma fyrir starfsemina sem þar fer fram.

2.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Formaður las upp styrkbeiðnir sem borist hafa:
Frá Ungmennafélaginu Smára, 2. okt. 2017, vegna kaupa á loftdýnu til fimleikaæfinga sem kostar 1.400.000 kr
Frá Rökkurkórnum, 20. nóv 2017, vegna sjómannalagadagskrár.
Frá Skagfirska kammerkórnum, 8. des 2017, vegna flutnings á Magnificant eftir John Rutter á nokkrum stöðum á landinu.

Afgreiðslur:
Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Smára kr 500.000 vegna kaupa á fimleikadýnu.
Samþykkt að veita Rökkurkórnum kr 200.000(Björg Baldursdóttir sat hjá við afgreiðslu)
Samþykkt að veita Skagfirska kammerkórnum kr 200.000 vegna tónleikaraða.

3.Skilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1903216Vakta málsnúmer

Búið að yfirfara og leiðrétta að mestu ljósmyndir og kort sem koma eiga á útsýnispósta á toppi Reykjarhólsins. Fyrirhugað að koma skiltunum upp í vor.

4.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Eftir er að mæla upp nokkuð af lóðum og fastsetja lóðarmerki á þeim lóðum sem tilheyra Menningarsetrinu. Formanni falið að ýta á verkfræðistofuna Stoð svo klára megi það verkefni.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.