Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

5. fundur 15. maí 2018 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Ársreikningur 2017 Menningarsetur Skagfirðinga

Málsnúmer 1805149Vakta málsnúmer

Ársreikningur fyrir 2017. Formaður kynnti niðurstöðu, sjá reikning nr 1467 í sjóðsskrá.
Niðurstaða rekstrar 2017 942.418 kr var 2016 1.051.933 kr.
Efnahagsreikningur niðurstaða rekstrar, skuldir og eigið fé 2017 100.329.187 kr var 2016 96.222.372 kr

Reikningar bornir upp og samþykktir.

2.Skilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1903216Vakta málsnúmer

Farin var lokayfirferð á væntanlegum skiltum sem koma eiga á útsýnisstað á Reykjarhólnum. Reynir Pálsson er að hefjast handa við uppsetningu á undirstöðum svo koma megi skiltunum upp og leifa aðgengi fyrir sumarið.

3.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Búið er að ganga frá sölu á lóð, Reykjarhólsvegur 20b, til einstaklinga á Sauðárkróki, söluverð kr 850.000.

Vegna framkvæmda við bílastæði sunnan við KS þarf að færa listaverkið, Hjólið, sem þar hefur staðið í nokkur ár. Stjórn mun leggja til nýja staðsetningu.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.