Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

10. fundur 26. mars 2019 kl. 16:00 - 18:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Stefán Gísli Haraldsson aðalm.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson
Dagskrá

1.Ársreikningur 2018 Menningarsetur Skagf.

Málsnúmer 1903212Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018. Margrét Guðmundsdóttir starfsmaður KOM bókhaldsþjónustu sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti ársreikninginn. Niðurstaða reikningsins er eftirfarandi:
Tekjur 3.341.401 kr., rekstrargjöld 4.459.976 kr., fjármagnsliðir til tekna 62.945 kr. Niðurstaða rekstrar er því halli að fjárhæð 1.055.630 kr.
Heildareignir nema 130.038.703 kr., heildarskuldir eru 126.146 kr. og eigið fé er 129.912.557 kr.
Ársreikningurinn borinn upp til afgreiðslu og samþykktur samhljóða.

2.Kaupsamningur um fasteignir Varmahlíð

Málsnúmer 1903213Vakta málsnúmer

Farið yfir drög kaupsamnings um sölu eigna Menningarseturs Skagfirðinga til Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur, starfsmaður KPMG tók þátt í fundinum símleiðis.
Samþykkt að formaður og Sesselja vinni áfram að samningsgerðinni. Beðið er eftir mati Sveinbjörns Björnssonar á heitavatnsréttindum Menningarsetursins.

3.Bílaplan KS stækkun

Málsnúmer 1903214Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Varmahlíðar samþykkir að fela formanni að koma með drög að leigusamningi um lóð sem úthlutuð var til Kaupfélags Skagfirðinga á fundi stjórnarinnar 27. febrúar 2018.

4.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Lagðar fram þrjár styrkbeiðnir frá Varmahlíðarskóla, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára.
Stjórnin samþykkir að hafna framangreindum styrkbeiðnum og felur formanni að svara erindunum.

5.Skilti á Reykjarhól

Málsnúmer 1903216Vakta málsnúmer

Samþykkt að formaður láti fara yfir nýju skiltin á Reykjarhóli og lagfæra það sem aflaga hefur farið i vetur.

6.Ársreikningur 2017 Ferðasmiðjan

Málsnúmer 1903217Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Ferðasmiðjuna ehf. vegna ársins 2017. Einnig lagðar fram fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar þann 12. febrúar 2019.

Fundi slitið - kl. 18:05.