Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
1.Skilti á Reykjarhól
Málsnúmer 1903216Vakta málsnúmer
Skiltin sem setja á á útsýnisstaðinn á Reykjarhólnum eru komin úr framleiðslu og líta vel út. Búið er að kaupa undirstöður og hafist verður handa innan tíðar að setja þau niður á heitavatnstankinum á toppi hólsins.
2.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.
Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer
Stjórnin samþykkti að gefa Varmahlíðarskóla 8 Samhauser þráðlausa míkrófóna og stöðvar ásamt 2 auka hand-míkrófónum. Gjöfin mun nýtast vel við uppsetningu á leiksýningum og öðru sviðstengdu.
Stjórnin samþykkti að gefa hjartastuðtæki í Löngumýri þar sem fjöldi fólks dvelur árið um kring, sér í lagi eldri borgarar. Tækin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.
Búið er að laga heimkeyrslu að Reykjarhólsvegi 10. Sömuleiðis er búið að hreinsa lóð við Reykjarhólsveg 20b.
Stjórnin samþykkti að gefa hjartastuðtæki í Löngumýri þar sem fjöldi fólks dvelur árið um kring, sér í lagi eldri borgarar. Tækin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt.
Búið er að laga heimkeyrslu að Reykjarhólsvegi 10. Sömuleiðis er búið að hreinsa lóð við Reykjarhólsveg 20b.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.
Fundi slitið.