Útboð skólaakstur
Málsnúmer 1905177
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 142. fundur - 23.05.2019
Drög að útboðslýsingu og korti af innanbæjarakstri liggja fyrir og er búist við að hægt verði að bjóða verkið út fyrir mánaðarmót, skv. bókun síðasta fundar fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir að veita starfsmönnum fjölskyldusviðs heimild til að bjóða út skólaakstur á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir núna.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 01.07.2019
Málið áður á dagskrá á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Opnuð hafa verið tilboð í skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki, en frestur til að skila inn tilboðum rann út kl. 13:30, fimmtudaginn 27. júní. Tvö tilboð bárust í aksturinn, frá Hópferðabílum Skagafjarðar ehf. (HBS) og Suðurleiðum ehf. Tilboð HBS hljóðaði upp á 10.092.922 krónur á ári hverju m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Tilboð Suðurleiða hljóðaði upp á 11.086.272 krónur á ári m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu og skoða fyrirkomulag skólaaksturs á Sauðárkróki frekar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 145. fundur - 24.07.2019
Á 144. fundi fræðslunefndar þann 1. júlí s.l. voru tilboð í skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki opnuð. Alls bárust tvö tilboð. Fræðslunefnd samþykkir að hafna báðum tilboðum og skoða fyrirkomulag og framkvæmd skólaaskturs á Sauðárkróki að nýju.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 146. fundur - 22.08.2019
Málið áður á dagskrá þann 1. júlí s.l., en þá samþykkti nefndin að hafna tilboðum sem bárust í útboð á skólaakstri innanbæjar og gefa sér tíma til að skoða fyrirkomulag og framkvæmd skólaaksturs á Sauðárkróki að nýju. Nefndin vill áfram kanna möguleika á að bjóða upp á skólaakstur á Sauðárkróki yfir dimmustu og snjóþyngstu vetrarmánuðina. Nefndin leggur áherslu á að hvetja og örva börn til að ganga eða hjóla í skólann í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar um Heilsueflandi samfélag. Nefndin samþykkir að vinna áfram að málinu og felur sviðsstjóra að vinna að nýrri tillögu til lausnar í málinu og leggja fyrir nefndina.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 147. fundur - 17.09.2019
Á fundi nefndarinnar þann 22. ágúst s.l. var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að koma með nýja tillögu að fyrirkomulagi skólaaksturs á Sauðárkróki. Tillagan er svohljóðandi:
Skólaakstur á Sauðárkróki verði boðinn út frá 1. október n.k. til 15. júní ársins 2020. Útboðið feli í sér hefðbundinn skólaakstur á milli heimilis og skóla á tímabilinu 15. október til 15. apríl (sveigjanlegt eftir tíðafari) og auk þess allt að 4500-5000 kílómetra aukalega til ýmissa ferða, s.s. nemendaferða, skíðaferða o.fl. Samtals er um að ræða um 7500 kílómetra á tímabilinu.
Nánari skilgreining á aukaakstri fylgi með í útboðsgögnum. Ákvarðanir um aukaaksturinn er í höndum skólastjóra og hefur hann heimildir til að víkja frá skilgreiningum í fylgiskjali í samráði við verktaka.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga endanlega frá útboðsgögnum og auglýsa sem first.
Skólaakstur á Sauðárkróki verði boðinn út frá 1. október n.k. til 15. júní ársins 2020. Útboðið feli í sér hefðbundinn skólaakstur á milli heimilis og skóla á tímabilinu 15. október til 15. apríl (sveigjanlegt eftir tíðafari) og auk þess allt að 4500-5000 kílómetra aukalega til ýmissa ferða, s.s. nemendaferða, skíðaferða o.fl. Samtals er um að ræða um 7500 kílómetra á tímabilinu.
Nánari skilgreining á aukaakstri fylgi með í útboðsgögnum. Ákvarðanir um aukaaksturinn er í höndum skólastjóra og hefur hann heimildir til að víkja frá skilgreiningum í fylgiskjali í samráði við verktaka.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga endanlega frá útboðsgögnum og auglýsa sem first.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019
Lagt fram minnisblað um útboð á skólaakstri innanbæjar á Sauðárkróki sbr. bókun nefndarinnar frá 17. september s.l., en þá var samþykkt að bjóða aksturinn út að nýju með breyttu fyrirkomulagi frá því sem verið hefur. Tvö tilboð bárust í aksturinn en annar bjóðandinn dró tilboð sitt til baka með tölvupósti þann 18. október s.l. Eftir stendur eitt tilboð frá Suðurleiðum ehf. að upphæð 15.090.483 krónur.
Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Suðurleiða ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið á grundvelli tilboðs þess.
Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Suðurleiða ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið á grundvelli tilboðs þess.