Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Svana Ósk Rúnarsdóttir þurfti að hverfa af fundi eftir 4. dagskrárlið.
1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki
Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer
Fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu komu til fundar við skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd sem funduðu sameiginlega undir þessum dagskrárlið.
Farið var yfir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og næstu skref í þeirri vinnu.
Farið var yfir vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og næstu skref í þeirri vinnu.
2.Röðun báta við bryggjur, erindi frá Siglingaráði
Málsnúmer 1907066Vakta málsnúmer
Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Siglingaráði vegna röðunar minni báta við flotbryggjur sem sendur var á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands.
Röðun smábáta við bryggju í Skagafirði hefur ekki verið vandamál en þáttur sem þarf að huga að þar sem um öryggismál er að ræða.
Röðun smábáta við bryggju í Skagafirði hefur ekki verið vandamál en þáttur sem þarf að huga að þar sem um öryggismál er að ræða.
3.Snjómokstur - útboð 2019
Málsnúmer 1903295Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundargerð tilboðsopnunar vegna snjómoksturs á Sauðárkróki 2019 til 2022. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf., Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðmimelsbræðrum ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Steinar Skarphéðinsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.
4.Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka
Málsnúmer 1906274Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
Nefndin felur sviðstjóra að útbúa verklagsreglur og drög að gjaldskrá Sveitarfélagsins í samræmi við vinnureglur Heilbrigðiseftirlits varðandi lausamuni.
Nefndin óskar eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa þar sem farið verður yfir starfsleyfi verktaka.
Nefndin felur sviðstjóra að útbúa verklagsreglur og drög að gjaldskrá Sveitarfélagsins í samræmi við vinnureglur Heilbrigðiseftirlits varðandi lausamuni.
Nefndin óskar eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa þar sem farið verður yfir starfsleyfi verktaka.
5.Samráð, stefna í úrgangsmálum
Málsnúmer 1907111Vakta málsnúmer
Tekið fyrir bréf dags. 12. júlí 2019, þar sem kynnt eru meðfylgjandi lokadrög stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt frá umhverfis- og auðlindaráðherra. Óskað er eftir umsögnum um drögin fyrir 23. ágúst nk.
Nefndin fagnar drögum að stefnu í úrgangsmálum og mun nýta stefnuna í þeirri vinnu sem Sveitarfélagið er að hefja með vinnslu á umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Nefndin fagnar drögum að stefnu í úrgangsmálum og mun nýta stefnuna í þeirri vinnu sem Sveitarfélagið er að hefja með vinnslu á umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
6.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Málsnúmer 1906211Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Skógræktin mun á næstu misserum óska eftir fundi með sveitarfélögum, m.a. til að kynna áform um gerð landshlutaáætlana.
7.Verkefni nefnda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - til samráðs
Málsnúmer 1906292Vakta málsnúmer
Lagt var fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók málið fyrir á 875. fundi sínum þann 31. júlí sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun Byggðarráðs varðandi athugasemdir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók málið fyrir á 875. fundi sínum þann 31. júlí sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun Byggðarráðs varðandi athugasemdir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
8.Sauðárgil - hönnun og skipulag
Málsnúmer 1803212Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir uppdráttur af mögulegu leiksvæði í Sauðárgili í tengslum við uppbyggingu á útivistarsvæði neðarlega í Sauðárgili.
Nefndin felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.
Nefndin felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.
Fundi slitið - kl. 11:00.