Skipulags- og byggingarnefnd - 357
Málsnúmer 1909026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019
Fundargerð 357. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 357 Fundurin var haldinn í Árskóla á Sauðárkróki og var vinnufundur með nemendum 7. og 9. bekkjar Árskóla, Grunnskólans austan vatna og Varmahlíðarskóla vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar til amk. næstu 12 ára. Unnið var með spurningar um samfélag, menntun og atvinnu, umhverfi og sjálfbærni. Tilgangurinn að fá nýjar og ferska hugmyndir frá ungu kynslóðinni sem sannarlega komu fram á fundinum. Nemendum og kennurum sérstaklega þökkuð þáttakan og góðan fund. Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.