Fara í efni

Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002253

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 904. fundur - 04.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. febrúar 2020 frá UNICEF á Íslandi varðandi Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fylgir erindinu sameiginlegt bréf dagsett 30. janúar 2020, frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga ? verkefnið barnvæn sveitarfélög. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er áhugasöm sveitarfélögum um allt land hvött til að kynna sér verkefnið og skrá sig til leiks.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 276. fundur - 27.03.2020

Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Félags- og tómstundanefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki verkefnisins og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 27.03.2020

Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Fræðslunefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 909. fundur - 08.04.2020

Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum."
Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020

Vísað frá 909. fundi byggðarráðs frá 8. apríl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum." Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.