Breytingar á sveitarstjórnarlögum - fjarfundir vegna Covid 19
Málsnúmer 2003195
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 395. fundur - 26.03.2020
Í ljósi nýsamþykktra breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um beitingu VI. bráðabirgðaákvæðis laganna, hefur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið eftirfarandi:
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013, m.ö.o. fundargerð er send á bæjarfulltrúa strax að loknum fjarfundi og skulu bæjarfulltrúar senda svar með tölvupósti á fundarritara þar sem fundargerð fundarins er staðfest. Þegar bæjarfulltrúar sitja næst fund sem ekki er fjarfundur skulu þeir undirrita fundargerðir eins og mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. umræddra leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða.
Ákvörðun þessi gildir til 18. júlí 2020 skv. auglýsingu ráðherra, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.
Engin kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 8 atkvæðum.
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013, m.ö.o. fundargerð er send á bæjarfulltrúa strax að loknum fjarfundi og skulu bæjarfulltrúar senda svar með tölvupósti á fundarritara þar sem fundargerð fundarins er staðfest. Þegar bæjarfulltrúar sitja næst fund sem ekki er fjarfundur skulu þeir undirrita fundargerðir eins og mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. umræddra leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða.
Ákvörðun þessi gildir til 18. júlí 2020 skv. auglýsingu ráðherra, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.
Engin kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 8 atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020
Vegna neyðarástands af völdum COVID-19 farsóttar, hefur samgöngu og sveitarstjórnarráðerra tekið ákvörðun um að framlengja heimild til allra sveitarstjórna, sem birt var með auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 230/2020, til að taka ákvörðun um að víkja tímabundið frá eftirfarandi skilmálum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveðja að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013
Um er að ræða skilyrði samkvæmt 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr sveitarstjórnarlaga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013
Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Heimild þessi gildir til 10. nóvember 2020, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.
Engin kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveðja að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélagins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013
Um er að ræða skilyrði samkvæmt 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr sveitarstjórnarlaga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013
Sveitarstjórnum er heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Heimild þessi gildir til 10. nóvember 2020, nema sveitarstjórn ákveði að afnema ákvörðunina fyrr.
Engin kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 939. fundur - 11.11.2020
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Með ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 19. mars 2020, var sveitarstjórnum veitt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Með ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 19. mars 2020, var sveitarstjórnum veitt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Með auglýsingu, dags. 11. ágúst 2020, var heimildin framlengd um þrjá mánuði eða til 10. nóvember nk. Í ljósi hertra samkomutakmarkana og að viðhöfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðherra framlengt ofangreinda heimild í fjóra mánuði til viðbótar eða til 10. mars 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og leggur til að framlengingin verði samþykkt.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Einnig lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir:
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013.