Fara í efni

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar

Málsnúmer 2003223

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 911. fundur - 22.04.2020

Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar dagsett 24. febrúar 2020, þar sem greint er frá því að stefnt er að því að halda Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2020 á Norðurlandi í lok október n.k. Óskað er eftir að halda landsmótið á Sauðárkróki og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 12.05.2020

Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 277. fundur - 25.05.2020

Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Félags- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 934. fundur - 07.10.2020

Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) dagsett 24. september 2020 þar sem sambandið tilkynnir að hætt hafi verið við að halda fyrirhugað æskulýðsmót á Sauðárkróki nú í októberlok vegna COVID-19. Óskað er eftir því að halda landsmótið á Sauðárkróki í lok október 2021 og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 28.04.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 12. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið. Málið verður jafnframt kynnt á næsta fundi félags- og tómstundanefndar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 289. fundur - 03.05.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 25. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021

Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar þar sem þeir tilkynna að landsmótinu sem átti að halda á Sauðárkróki í lok október sé frestað. Ástæðan er óvissa um reglur sem í gildi verða varðandi Covid 19. Félags- og tómstundanefnd býður þau velkomin að halda mótið á Sauðárkróki síðar.