Fara í efni

Fræðslunefnd - 154

Málsnúmer 2004004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020

Fundargerð 154. fundar fræðslunefndar frá 15. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Axel Kárson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Axel Kárson, Stefán Vagn Steánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stfánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 154 Á fundi nefndarinnar þann 30. janúar s.l. var ákveðið að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út í einu lagi til þriggja ára. Í bókun sinni lagði nefndin áherslu á ákveðna þætti í útboðslýsingu sem varða uppruna hráefnis, heilnæmi þess, vistspor framleiðslunnar og fleira. Útboðslýsing liggur nú fyrir og hefur fyrirtækið Consensa annast gerð útboðslýsingar. Útboðið verður auglýst í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 með síðari breytingum. Í 7. kafla útboðslýsingar eru kröfur verkkaupa settar fram og eru þær í samræmi við óskir nefndarinnar frá 30. janúar s.l. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti útboðslýsinguna og felur sviðstjóra að koma henni í auglýsingu. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
  • Fræðslunefnd - 154 Á síðasta fundi fræðslunefndar þann 27. mars s.l. óskaði Auður Björk Birgisdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, eftir svörum við spurningum er varða yfirstandandi stöðumat á innleiðingu upplýsingatækni í grunnskólum. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Svar við þeim fylgir með í gögnum fundarins.
    Í svarinu kemur einnig fram að stöðuskýrslu um innleiðinguna er að vænta í byrjun maí og verður hún kynnt á fundum skólastjóra og fræðslunefndar.

    Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
    Svörin verða yfirfarin og möguleg viðbrögð við þeim. Við fyrstu sýn virðast þessi svör ófullnægjandi.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
    Eftir að umrætt stöðumat var framkvæmt í desember á síðasta ári hefur skert skólahald af völdum covid staðið yfir í skólum Skagafjarðar síðastliðnar vikur. Skipti þar tæknivæðing skólanna og þjálfun kennara gríðarlegu máli svo hægt væri að halda úti fjarnámi þar sem þess þurfti. Er að okkar mati full ástæða til að taka stöðumat hvað varðar tæknivæðingu skólanna aftur þar sem þær upplýsingar sem safnað var í desember síðastliðnum eru að okkar mati að mörgu leiti ekki marktækar og gefa ekki glöggva mynd af stöðunni í dag. Þá er lögð áhersla á mikilvægi faglegar meðferðar innan fræðslunefndar áður en nýtt mat verður lagt fyrir.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum

    Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Á fundi fræðslunefndar þann 15. apríl sl. tók fræðslunefnd fyrir fyrirspurn frá fulltrúa VG og óháðra vegna könnunar á stöðu tækniinnleiðingar í grunnskólum Skagafjarðar. Fyrirspurnin var í fjórum liðum. Starfsmenn fræðsluþjónustu lögðu fram svör við fyrirspurninni. Svörin eru ítarleg og því þótti ekki tækt að bóka þau í fundargerðina sjálfa, heldur fylgdu svörin með sem fylgigagn. Þau fylgja einnig með í fundagátt sveitarstjórnar. Ekki verður betur séð en að svör starfsmanna séu vel unnin og skilmerkileg. Meirihluti sveitarstjórnar fagnar því að áhugi sé á að fylgja eftir könnun á stöðu tækniinnleiðingar í grunnskólum Skagafjarðar og hún verði framkvæmd með reglubundnum hætti þannig að Skagafjörður hafi metnað til að verða áfram í fremstu röð á þessu sviði.
    Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason, Gísli Sigurðsson og Regína Valdimarsdóttir

    Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 154 Með hliðsjón af Covid-19 faraldrinum þykir óhjákvæmilegt að breyta skóladagatölum leikskóla sbr. meðfylgjandi óskir. Um er að ræða tilfærslur á skipulagsdögum í Birkilundi og Tröllaborg. Í Ársölum er óskað eftir tilfærslu á einum skipulagsdegi og jafnframt er óskað eftir því að skólinn verði lokaður þriðjudaginn 2. júní vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra að breytingum á leikskóladagatölum. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.