Landbúnaðarnefnd - 213
Málsnúmer 2010017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020
Fundargerð 213. fundar landbúnaðarnefndar frá 20. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 404. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 213 Sameiginlegur fundur landbúnaðarnefndar með riðunefnd Akrahrepps, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og héraðsdýralækni.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir sagði frá nýlegu riðusmiti sem fannst á bænum Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi sem tilheyrir svokölluðu Tröllaskagahólfi sauðfjárvarna. Nokkrar umræður sköpuðust og svaraði Jón Kolbeinn fyrirspurnum fundarmanna. Fundarmenn brýna sauðfjárbændur til að halda vöku sinni í baráttunni við riðu og aðra smitsjúkdóma er á sauðfé herja. Bókun fundar Afgreiðsla 213. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.