Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2021
Málsnúmer 2011015Vakta málsnúmer
Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðráðs.
2.Reglur um húsnæðismál
Málsnúmer 1812214Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd leggur til breytingu á lið 4 og hún hljóði svo: „Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. Leiguverð og hámarksfjárhæð taka verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.“ Nefndin samþykkir breytinguna og vísar til byggðaráðs.
3.Gjaldskrá heimaþjónustu 2021
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2021 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs
4.Fjárhagsáætlun 02 2021
Málsnúmer 2010096Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Nefndin ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er í málefnum fatlaðs fólks svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa. Nefndin vekur athygli á því að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa ekki gengið frá áframhaldandi samningi um samstarfi í þjónustu við fatlað fólk en samningurinn rann út um síðustu áramót, lögð er áhersla á að þeirri vinnu verði hraðað.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðaráðs og sveitarstjórnar.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðaráðs og sveitarstjórnar.
5.Fjárhagsáætlun 06 2021
Málsnúmer 2010098Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06, frístundaþjónustu, lögð fram til seinni umræðu í nefndinni.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun málaflokks 06 fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar.
Félags og tómstundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun málaflokks 06 fyrir árið 2021 eins og hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar.
6.Handbók og vinnusmiðjur um virkt samráð
Málsnúmer 2011027Vakta málsnúmer
Aðstandendur verkefnisins og Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa að útgáfu handbókar um samráð og hafa sent bréf til allra sveitarfélaga lansdsins. Vakin er athygli á skuldbindingum sveitarfélaga um samráð við fatlað fólk varðandi lagasetningu, stefnumótun og skipulag þjónustu. Boðið er upp á vinnusmiðjur um samráð við fatlað fólk. Lagt fram til kynningar
7.Orlof húsmæðra 2020
Málsnúmer 2003170Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Þorvaldur og Erla Hrund véku af fundi eftir lið 7.
8.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2020
Málsnúmer 2003221Vakta málsnúmer
Lagt fram eitt mál, samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:30.