Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 06 2021
Málsnúmer 2010098Vakta málsnúmer
Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 06 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana frístundaþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
2.Fjárhagsáætlun 02 2021
Málsnúmer 2010096Vakta málsnúmer
Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 02 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
3.Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum
Málsnúmer 2006139Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
Fundi slitið - kl. 16:20.