Fara í efni

Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2104258

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 289. fundur - 03.05.2021

Farið var yfir tillögur að breytingum á reglum fyrir Ungmennaráð. Reglurnar verða lagðar fram til staðfestingar á næsta fundi nefndarinnar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 302. fundur - 18.05.2022

Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1016. fundur - 25.05.2022

Lögð fram svohljóðandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
"Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Lögð fram svohljóðandi bókun 302. fundar félags- og tómstundanefndar þann 18. maí 2022:
"Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

Félagsmála- og tómstundanefnd - 5. fundur - 20.10.2022

Fjallað var um reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Félagsmála- og tómstundanefnd er sammála um að boða til fundar í Ungmennaráði hið fyrsta. Óskað verði eftir tilnefningum fjögurra einstaklinga til tveggja ára og þremur til eins árs. Þetta er gert með hliðsjón af væntanlegum breytingum á reglunum sem kveða á um skörun tilnefninga þannig að einungis skuli endurnýja helming ráðsins árlega. Að öðru leyti munu reglurnar koma til afgreiðslu nefndarinnar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.