Fara í efni

Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Lóðarmál

Málsnúmer 2108244

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1014. fundur - 11.05.2022

Lagt fram bréf dagsett 11. apríl 2022 frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju varðandi bætta aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Safnaðarheimilinu. Óskað er eftir svörum fyrir 12. maí 2022 hvernig og hvenær sé að vænta lausnar á málinu.
Byggðarráð óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd feli skipulagsfulltrúa að undirbúa deiliskipulagningu á reit sem afmarkast af Aðalgötu í austri, Hlíðarstíg í suðri, Skógargötu í vestri og Bjarkarstíg í norðri, að hafðri hliðsjón af samningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við einstaka lóðarhafa. Feli verkið m.a. í sér að yfirfarin verði lóðarmörk. Um reitinn gildir núna deiliskipulag sem samþykkt var af bæjarstjórn Sauðárkróks 30.09. 1986 og staðfest af félagsmálaráðherra 06.03. 1987. Reiturinn tilheyrir verndarsvæði í byggð.

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókssóknar dags. 27.02.2023 lagt fram þar sem m.a. koma fram athugasemd við framvindu vinnslu deiliskipulags og vísar sóknarnefnd þar til 1014. fundar byggðarráðs þar sem m.a kemur fram:
“Byggðarráð óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd feli skipulagsfulltrúa að underbuy deiliskipulagningu á reit sem afmarkast af Aðalgötu í austri, Hlíðarstíg í suðri, Skógargötu í vestri og Bjarkarstíg í norðri, að hafðri hliðsjón af samningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við einstaka lóðarhafa. “

Skipulagsfulltrúa falið að funda með Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna málsins.

Skipulagsnefnd - 31. fundur - 24.08.2023

Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, og var friðlýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2603 m² að stærð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 31. fundi skipulagsnefndar frá 24. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, og var friðlýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2603 m² að stærð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Skipulagsnefnd - 36. fundur - 26.10.2023

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/578) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 39. fundur - 30.11.2023

Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 42. fundur - 25.01.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins, útg. 1.0 dags, 18.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.

Eitt af viðfangsefnum nýrrar tillögu að deiliskipulagi er að miða skipulagið að nútíma kröfum og venjum auk þess að taka á aðgengismálum.
Á skipulagssvæðinu eru sýndar 3 íbúðarlóðir og 2 þjónustulóðir. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lóð. Skilmálar um stærð lóða, hámarksbyggingarmagn, hæðafjölda og hámarks hæð bygginga eru meðal þeirra atriða sem sýnd eru á skipulagsuppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi fyrir deiliskipulag Kirkjureitsins, útg. 1.0 dags, 18.01.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Eitt af viðfangsefnum nýrrar tillögu að deiliskipulagi er að miða skipulagið að nútíma kröfum og venjum auk þess að taka á aðgengismálum.
Á skipulagssvæðinu eru sýndar 3 íbúðarlóðir og 2 þjónustulóðir. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lóð. Skilmálar um stærð lóða, hámarksbyggingarmagn, hæðafjölda og hámarks hæð bygginga eru meðal þeirra atriða sem sýnd eru á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsnefnd - 50. fundur - 16.05.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/578) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 3 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Farið yfir drög að deiliskipulagstillögu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við umfjöllun málsins.