Fara í efni

Skipulagsnefnd

50. fundur 16. maí 2024 kl. 13:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Einar Eðvald Einarsson varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjureiturinn (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag

Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/578) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 3 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta vinnslutillögu að deiliskipulagi Skógargötureitsins á Sauðárkróki, mál nr. 208/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Vinnslutillagan var í auglýsingu frá 28.02.2024 til 12.04.2024 og bárust 13 umsagnir.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Fundi slitið - kl. 16:00.