24. unglingalandsmót UMFÍ 2023
Málsnúmer 2110015
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023
Frístundastjóri kynnti stöðuna á undirbúningi fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki dagana 3.-6. ágúst n.k. Framkvæmdanefnd mótsins hefur haldið tvo formlega fundi. Formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ er Aldís Hilmarsdóttir. Skagafjörður tilnefndi fjóra fulltrúa í framkvæmdanefnd; Hebu Guðmundsdóttur, Ingvar Pál Ingvarsson, Sólborgu Borgarsdóttur og Þorvald Gröndal.
Félagsmála- og tómstundanefnd beinir því til veitu- og framkvæmdasviðs að umferðaröryggis verði gætt í hvívetna á meðan á móti stendur.
Félagsmála- og tómstundanefnd beinir því til veitu- og framkvæmdasviðs að umferðaröryggis verði gætt í hvívetna á meðan á móti stendur.
Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023
Lögð fram drög að þríhliða samstarfssamningi á milli Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar og sveitarfélagsins Skagafjarðar um 24. unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina, 3.-6. ágúst 2023 á Sauðárkróki.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um ýmis atriði samningsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um ýmis atriði samningsins.
Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023
Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
Byggðarráð gerir athugsemdir nokkur atriði í samningnum s.s. vegna rafmagnsmála og sorpmála, og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við samningsaðila.
Byggðarráð gerir athugsemdir nokkur atriði í samningnum s.s. vegna rafmagnsmála og sorpmála, og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við samningsaðila.
Byggðarráð Skagafjarðar - 39. fundur - 14.03.2023
Málið áður á dagskrá 37. fundar byggðarráðs þann 1. mars 2023. Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Landsmóta UMFÍ um þær athugasemdir sem komu fram á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Landsmóta UMFÍ um þær athugasemdir sem komu fram á fundinum.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 12. fundur - 09.05.2023
Bryndís Lilja Hallsdóttir nýr sviðssjóri fjölskyldusviðs sat fundinn og var boðin velkomin til starfa.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 3.- 6. ágúst.
Nefndin fagnar góðum gangi í undirbúningi og væntir þess að mótið og umgjörð þess verði eins og best verður á kosið og vísar málinu til kynningar hjá Ungmennaráði Skagafjarðar.
Nefndin fagnar góðum gangi í undirbúningi og væntir þess að mótið og umgjörð þess verði eins og best verður á kosið og vísar málinu til kynningar hjá Ungmennaráði Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að styðja UMSS til þess að halda landsmótið árið 2023.