Fara í efni

Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023

Málsnúmer 2209337

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 6. fundur - 18.10.2022

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í fræðslunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana fræðslumála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 5. fundur - 20.10.2022

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í félagsmála- og tómstundanefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála og frístundamála. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2023 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.

Fræðslunefnd - 8. fundur - 14.11.2022

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum Skagafjarðar, opnaðar voru tvær nýjar deildir í leikskólanum Ársölum og með þeim breytingum er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir að vinna enn frekar í áætluninni fram til næsta fundar áður en hún verður afgreidd til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.

Fræðslunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum Skagafjarðar, opnaðar voru tvær nýjar deildir í leikskólanum Ársölum og með þeim breytingum er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs.