Fara í efni

Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2211189

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Daníel Þórarinsson og landeigandi Helgustaða í Unadal L192967, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði ásamt því að óska eftir að í aðalskipulagi verði svæðið skilgreint í landnotkunarflokki (VÞ) verslunar og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna aðalskipulagsbreytingu.
Þá bendir nefndin á:
Að landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
Sveitarstjórn getur einnig veitt landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal hann þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Daníel Þórarinsson og landeigandi Helgustaða í Unadal L192967, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði ásamt því að óska eftir að í aðalskipulagi verði svæðið skilgreint í landnotkunarflokki (VÞ) verslunar og þjónustusvæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna aðalskipulagsbreytingu. Þá bendir nefndin á: Að landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
Sveitarstjórn getur einnig veitt landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal hann þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, sem byggir á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl sem felur í sér skilgreiningu á nýju verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu.
Hér er sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 40. fundi skipulagsnefndar frá 14. desember 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, sem byggir á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl sem felur í sér skilgreiningu á nýju verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu.
Hér er sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda breytingingu og að senda hana Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.